<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 26, 2007

Verknám

Loksins er þessum kaflaskiptum náð. Helsti bóklegi hjallinn er að baki og nú tekur við verknám í læknisfræði. Þetta er það sem ég hef beðið eftir í nokkur ár, tilhugsunin um þetta hefur haldið í manni lífinu í viðurstyggilegum lestrartörnum sem hafa átt sér stað fyrir öll prófatímabil, en hjá okkur eru lokapróf þrisvar á önn út af blokkakerfinu.

Nú fer minn skóli að mestu fram inni á deildum LSH, fyrir utan heimalærdóminn sem vofir yfir um leið og ég flý spítalann klukkan 4 á daginn, alla virka daga.

Þetta er helvíti mikil vinna og púl, en mikið djöfull er gaman á daginn. Loksins sér maður tilganginn í því að grufla í undirstöðuatriðunum... satt að segja kemur það mér á óvart hvað það situr mikið eftir!

Það er ótrúlega góð tilfinning að vera búinn að ljúka þessum áfanga, að það sé eitthvað bitastætt komið í reynslubankann, áþreifanlegur áfangi. Búinn með bóklega hlutann :)

Ég get ekki beðið eftir mánudeginum.

föstudagur, október 12, 2007

Tónlyst - kvikmyndir vs. rokk

Ef það eru einhver lög sem grípa mig öðrum fremur eru það epísk lög. Það myndi sennilega útskýra dálæti mitt á Muse og hrifningu minni á Flaming Lips. Lög sem eru týpísk fyrir þetta form eru t.d. Butterflies & Hurricanes með Muse, Paranoid Android með gleðipoppurunum í Radiohead og Whole Lotta Love með Led Zeppelin.

Þau eru byggð upp á svipaðan hátt og margar góðar kvikmyndir, með hægri en stöðugri uppbyggingu sem maður veit frá byrjun að mun enda í einhverri geðveiki. Þegar maður er farinn að búa sig undir holskefluna er oftar en ekki hægt aðeins á áður en toppnum er náð og allir virðast vera að missa sig í spilagleði og grúvi.

(Hvert í fjandanum er maðurinn að fara með þessum texta?)

Pointið er að það er ekkert að því að fara eftir formúlu, en hún verður
a) að virka, og
b) maður verður að hafa eitthvað í höndunum til að vinna úr.

Til eru kvikmyndir sem hafa hvorugt.
Ef þið viljið halda geðheilsu, sjálfsvirðingu og samfélagslegum status ráðlegg ég ykkur að halda ykkur frá Shoot'em up með öllum tiltækum úrræðum, þetta er mesti fokking viðbjóður sem ég hef séð síðan ég var vélaður til að horfa á Doom.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?