<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 21, 2004

Daginn, gott fólk.

Ég er hér staddur í skotgröf í Breiðholti og blogga í gegnum gervihnött. Ástandið hér er hrein kaos, ekkert símasamband vegna aðgerða víkingasveitar og rafmagn er flöktandi. Þetta er þó að sögn reyndra breiðhyltinga ekkert tiltökumál eða fréttamatur, enda er þetta daglegt brauð hér á götunni.

Undirritaður er að jafna sig eftir hnífastungur og skotsár, en á góða að enda eru Breiðhyltingar færir í að gera að sárum, af illri nauðsyn.

Ég er þó á leið í síst meiri menningu, ég ætla að fara í afdali Norðurlands, týnist líklega uppi á heiði á leiðinni á Krók Sauðanna við Ána.

Þar eru sveitungar að halda gilli mikið til að fagna brottflutningi sínum í menningarkima okkar ástkæru höfuðborgar.


mánudagur, maí 10, 2004

Öll takmörk virt að vettugi...

Í gær borðaði ég.
Ég borðaði svo mikið að ef Hulk hefði séð til mín hefði hann pantað tíma hjá hausara í hvelli til að ræða minnimáttarkennd sína gagnvart mér.
Ég hafði planað videogláp með Fjölla og litla gobba gobba, en úr varð massívt átfestival. Það sem gerir þetta sérlega fyndið er að dagsdaglega erum við þrjú frekar meðvituð um næringarfræðin og hugsum vel um að halda okkur í formi, en þetta kvöld voru engar reglur gildar, engin viðmið höfð í heiðri og öll höft fuku í veður og vind.

Við horfðum á tvær kostulegar myndir, önnur hét Happiness en hin Zoolander. Nú ætla ég að skrifa stuttan dóm um hvora þeirra.

Happiness: Að horfa á þessa mynd er eins og að fá nístandi kalda tusku í andlitið, aftur og aftur og aftur. Ég þurfti að pína mig til að horfa á hana á köflum.

Zoolander: Hvert smáatriði í þessari mynd, hver lína, hver prop í bakgrunni, er vel útfærður og fáránlega fyndinn. Tékkið líka á óhugnanlegum fjölda af cameos.

Eftir áhorf og át var aðkoman að stofu/svefnherbergi/eldhúsi/borðstofu Fjölnis svakaleg, flatbökukassar, tómar gosflöskur og sælgætisbréf lágu eins og hráviði út um allt.

Meira af þessu takk fyrir!


laugardagur, maí 08, 2004

Hanskinn tekinn upp..

Í dag ætla ég að verja rokkhljómsveit sem hefur fengið mikinn skít á sig í gegnum tíðina, hljómsveit sem hefur ekki átt skilið nema kannski helminginn af því sem um hana hefur verið sagt.

Þessi hljómsveit sportar kannski ekki dýpstu eða beittustu textum í heimi, þó þeir hafi stundum verið lunknir og jafnvel skemmtilegir.

Hins vegar eru lagasmíðarnar mjög skemmtilegar, með oft á tíðum stórskemmtilegum milliköflum. Kannski svolítið commercial hljómur en í gegnum árin náðu þeir að skapa sér mjög skemmtileg stílbrögð, sína eigin takta. Þeir urðu rosalega vinsælir aðeins of seint hérna á klakanum, því þegar frægðarsólin reis var komin ákveðin hnignun í gæðin, og í dag vil ég helst gleyma nýjustu afurðum kappanna.

Þessi hljómsveit gekk upp á flestum útvarpsstöðvum landsmanna, enda voru þeir jafnvígir á kraftmiklu og rólegu hittarana.

Boðskapur þeirra í textum gekk aldrei upp hérna á klakanum, enda er leitun að ótrúræknari þjóð en Íslendingum (þar er ég sjálfur engin undantekning). Hann hefur þó örugglega verið að skapa þeim þó nokkurn grunn í henni Ameríku, þar sem hræsnigjarnir foreldrar voru óðir í gott og "safe" rokk fyrir uppreisnargjörnu unglingana sína.

Síðan komst það í tísku að hata Creed þegar þeir verk þeirra þróuðust út í sorpið, og voru fyrri verk þeirra sett undir sama hatt.

Í dag er leitun að manneskju sem þorir að taka upp hanskann fyrir Creed-liða, því þeir þykja ekki cool og hip. Það er ég ekki heldur, þannig ég hef engu að tapa.


föstudagur, maí 07, 2004

Jæja, þá er komið að málefnum líðandi stundar.

Ég hef svosem ekki fylgst mikið með fréttum undanfarið en ég rak augum nokkrum sinnum síðustu vikuna í fréttir af tómstundum breskra og bandarískra dáta í Abu Ghraib.

Svo virðist sem þeir stundi það helst að berja vopnlausa menn og hafa þá að háði og spotti.

Ég er þeirrar skoðunar að hermennirnir sem þetta stundi séu ekki vondar manneskjur, þetta gætu þess vegna verið þú og ég við venjulegar aðstæður. Það sem slær mig mest og ég hef mestar áhyggjur af er þessi firring, þessi brenglun frá raunveruleikanum sem er í gangi.

Að mínu mati er þetta ófremdarástand komið til vegna þess að hermennirnir eru hættir að sjá fangana sem manneskjur af holdi og blóði, heldur sem hluti, eða þrjósk villidýr sem kunna bara eitt tungumál þegar verið er að venja þau af ósiðum; ofbeldi.

Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef ekki kynnt mér málið til hlítar, en þær myndir sem ég hef séð hafa verið af brosandi soldátum sem pósa uppi við nakta fanga sem eru svo augljóslega hlutgerðir.
Þær sögur sem ég hef heyrt hafa verið af barsmíðum sem kalla fram skringileg viðbrögð hjá föngum, sem vekja upp gleði og kátínu kvalaranna.

Hvernig gat virðing fangavarðanna í Abu Ghraib fyrir írösku stríðsföngunum sokkið niður á þetta plan?
Ég skil ekki svona, enda hef ég ekki verið fastur í landi sem vill mig ekki í lengri tíma (ég fór reyndar einu sinni til Svíþjóðar, en það er önnur saga).


fimmtudagur, maí 06, 2004

Og hlustið síðan á Barrel of a Gun með Depeche Mode og Losfer Words (Big 'Orra) með Iron Maiden, helvítin ykkar.


Tommy 2: The sequel?

Eins og alþjóð veit var verið að opna nýjan hamborgarastað um daginn nálægt miðbænum, og ber sá staður nafnið Hamborgarabúlla Tomma.
Það sem gerir þennan stað frábrugðinn öðrum er aðallega tvennt:

1: Fyrrnefndur Tommi er sami maður og kynnti hamborgarana almennilega fyrir Íslendingum á árum áður og fann upp kokteilsósu í leiðinni.
2: Í staðinn fyrir að vera eins og allir hinir hamborgarastaðirnir ætla Tommi og samstarfsfélagi hans (nafn hans er mér gleymt) að fókusera á það að vera með stórgott kaffi á staðnum líka.

Þetta er allt saman gott og blessað, en það væri skemmtilegt að velta fyrir sér þessu come-back hjá honum Tomma okkar frá öðru sjónarhorni.

Þetta virkar eins og frekar þreyttur sequel af gömlu meistaraverki, á kvikmyndamáli. Sama saga í nýju umhverfi, en búið að bæta við nýju elementi í söguþráðinn (í þessu tilviki kaffidæmið), þó að fókusinn sé hafður á gömlu góðu lummunni.

From the producer of the original Icelandic hamburger, and the maker of the cocktail sauce, this spring we have a new player in town.
When coffee meets junk food, you will find the legendary Tommy.
Double the flavor, double the excitement.

Hamborgarabúllan Tomma.
Be there or be square.


Endilega tékkið samt á þessu, þetta eiga að vera helvíti góðir borgarar.


mánudagur, maí 03, 2004

Ég þarf að játa svolítið...

Ef það er einhver partur af mér sem ég hef reynt að leyna fyrir almenningi, þá eru það áhugamálin. Eitt þeirra, til að fara nánar í saumana á óhroðanum. Ég er haldinn svæsinni bíladellu og hef verið undanfarin ár, alveg síðan ég var sextán ára gamall.

Þetta er einn þeirra hluta sem gera mig að occipital náunga (hnakka), en það þýðir ekki að leyna þessu lengur eins og einhver aumingi.

Ég eyði skuggalega miklum hluta tíma míns í að spá í sjálfrennireiðum af öllum stærðum og flestum gerðum, á ýmsum aldri. Agalega innantómt tildur og rugl, en ég get ekkert gert að þessu!

Þetta er óþolandi ávani, sem ég geri ekki ráð fyrir að ná að ala úr mér í bili.

Ætli ég nái að lifa með þessu frekar en að láta þetta skemma allt?
Kannski.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?