<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 27, 2006

Tvíburatvífarar

Ég labbaði niður Laugaveginn á aðfaranótt laugardags, og sá þá stórmerkan hlut.

Tvær stúlkur, álíka hávaxnar, löbbuðu rétt á undan mér.

Þær löbbuðu í takti.

Þær voru einnig eins klæddar og með eins hár.

Hnéhá leðurstígvél, önnur í hvítum og hin í svörtum.

Gallabuxur girtar ofan í stígvélin (meira um það síðar).

Önnur var í hvítum mittissíðum jakka, hin í svörtum. Sama eða svipað snið. Jakkarnir pössuðu við stígvélin.

Báðar voru með sömu klippingu (eða því sem næst). Sú sem var í svörtu var með ljóst hár, hin var með dökkt hár.

Og til að undirstrika yfirnáttúrulega náið samband þeirra héldu þær utan um hvor aðra, á meðan þær löbbuðu, eins klæddar, í takt niður Laugaveginn, aðfaranótt laugardags.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Risinn úr öskustó stöðnunar...

Hæhæ, ég er mættur aftur.

Færslur mínar hingað hafa ekki verið sem skyldi síðastliðnar vikur, en ég ætlaði að vera fáránlega duglegur pistlaritill.

Það skrifast að vísu aðallega á tölvuvesen, en ég er búinn að fara til helvítis og til baka með nýju tölvuna mína, það er alltaf eitthvað vesen og bilanir á þessu þriggja mánaða gamla kvikindi.

Ég reyni að mæta 4-5 sinnum í viku í ræktina að lyfta, og er aðeins farinn að gæla við það að kíkja einhvern tímann á kettlingamót í kraftlyftingum, mögulega á næsta eða þarnæsta ári.
Þeir sem mig þekkja vita að það er svolítið keppnisskap í mér, og það gæti verið gott að stefna að einhverju ákveðnu til að halda sér við.
Ég veit að ég kæmi ekki til með að gera einhvern svaka usla í neinni grein, en kannski myndi þetta gefa mér smá eldsneyti þegar þröskuldurinn vefst fyrir mér á leiðinni í Hreyfingu, þar sem ég iðka íþrótt mína.


Lesturinn gengur upp og niður eins og venjulega, en ég vildi að hann gengi oftar upp en niður.

Ég á ekki kærustu, og ég held bara að ég hafi ekki verið svona lengi single síðan ég var 18 ára.

Ég er reyndar ekki einbúi lengur í litlu íbúðinni minni á Flyðrugranda, nú er einn félagi minn farinn að leigja litla herbergið mitt, og gengur það vel.

Ég veit að það er ekkert sérlega gaman að lesa svona færslu, en upphaflegur tilgangur blogga var að segja fréttir af sér og sínu daglega lífi, og ég veit að það eru einhverjir lesendur þarna úti sem höfðu ekki allar upplýsingar hér að ofan á hreinu.

Kveðja;
Spritzenmeister 1

föstudagur, febrúar 03, 2006

...Og kominn á fætur.

Einhvern tímann sagði merkilegur kínverskur kall (ég held að það hafi verið Konfúsíus) svolítið sem hefur fengið mig til að hugsa. Spakmælið hljómaði eitthvað á þessa leið:

Sá er ekki sigurvegari sem hrasar aldrei, heldur sá sem rís alltaf við eftir að hrasa.

Þetta er drífur mig meira áfram en margt annað, enda er maðurinn breyskur og allir klúðra einhvern tímann, og oftar en maður vill halda fram.

Þá er bara um að gera að gyrða sig, taka á því og gera betur næst!


Powered by motivationalBlogger

Ef ég ætti að velja skemmtilegt lag til að hlusta á akkúrat núna væri það Cake - Sheep Go To Heaven

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég sit í myrkrinu...


og hlusta á The Smiths. (í. Smiðirnir)

Prozac (í. fjörefni) fyrir eyrun í tilfelli sumra, aðrir kalla þetta farmiða aðra leið í hyldýpi sálardrunga.

Þeir hafa reynst mér fínir þegar á borðinu eru mál sem ég vil brjóta til mergjar, þegar ég þarf að taka me-time (í. sjálfhverfar stundir).

Svo er mál með vexti að þegar ég hef tækifæri til að vera jafn sjálfhverfur eiginhagsmunaseggur og þessa dagana hef ég gríðarlegt lag á að koma mér í flækjur, búa til drama.

Þessar flækjur eru spennandi, ego-boost (í. egóbúst) og skemmtilegar í framkvæmd, en þær taka ótrúlega orku frá manni þegar það kemur að þeim punkti að það þarf að leysa þær, eða höggva á hnúta. Hvorugt er skemmtilegt, og nettó er þetta heldur aumt hobby.

Núna lifi ég og hrærist í heimi Morrissey og félaga, til að sjá hvort flækjurnar séu leysanlegar eða komnar í rembihnút, sem bíður hnífsins.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?