<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 24, 2005

Dagskráin!

Ég er að fara norður núna næstu daga. Akureyri, Sauðárkrókur, Varmahlíð, allt þetta rugl.

Planið er að fara í framhaldsskóla hér og þar og spjalla um hitt og þetta (þegar ég segi hér og þar meina ég Akureyri + Sauðárkrókur, og þegar ég segi hitt og þetta meina ég KYNLÍF og framkvæmd þess).

Það er rétt; hinn skítugi ég er að fara að stunda forvarnarstarf læknanema og miðla þekkingu til óharðnaðra unglinga.

Ég gæti alveg lofað því að ég hagi mér fallega, en hei; mynduð þið trúa mér?

Ég myndi samt segja að skaðinn verður í lágmarki, og að ég kem til með að hafa gaman af þessu.

Ef einhverjir vilja hitta á mig verð ég á Akureyri á morgun og hinn; og á Sauðárkróki á fimmtudaginn.

Heyrumst!


sunnudagur, október 23, 2005

Næturlíf Reykjavíkur

Ég var að skemmta mér í góðum hópi í gær, sem og aðra daga.

Airwaves ruglið var í hámarki og ég hélt að ég gæti alveg komist upp með það að þræða þá staði sem voru ekki að bjóða upp á bönd í misjöfnum gæðum, en NEI.

Öll ungmenni landsins (og einhver fjöldi sem fellur ekki undir þá skilgreiningu) ákváðu að þetta laugardagskvöld væri góður tími til að fara út í bæ og vera fyrir mér.

Við erum að tala um að það var 40 manna röð á Kofa Tómasar frænda. Röð á Kofanum gott fólk, röð á Kofanum!

Ég gafst upp á því dæmi og rölti upp Laugaveginn, þangað til ég kom að skemmtistaðnum 22, þar sem ég hef átt ágætar stundir undanfarið (tónlistin er ekki drasl þar).

Þar átti að rukka okkur inn.

Nú er mér ekki illa við staðinn sem slíkan, en að rukka bjórvirði fyrir stað sem er svona sleazy... Djöfull.

Ég lét mig hafa það, borgaði inn, en passaði að hafa fýlusvip á þegar ég borgaði, til að taka afstöðu og halda kúlinu (sem ég gerði náttúrulega ekki).

Þá var þessi staður jafn sveittur og hamborgararnir á BSÍ, og ekkert gaman lengur. Ég fór heim í fýlu.


þriðjudagur, október 18, 2005

Dregið til baka.

Ég var gagnrýndur fyrir að skamma fólk fyrir að tuða yfir dagskrá í sjónvarpi um daginn.

Ég dreg það til baka því ég verð að minnast á það sem er í ríkiskassanum núna:

Montage (e. myndskeið) með íslenskri náttúru, og þjóðernisslögurum, til þess að kynda undir ríkulegu þjóðarstolti okkar.

Spilað á panflautu.

Getur einhver lánað mér haglara, svo ég geti heimsótt dagskrárstjóra RÚV

Fávitar.

laugardagur, október 15, 2005

Djöfull getur fólk verið óáhugavert!

Ég var að flakka um blogg vina vina minna, eins og maður ætti alltaf að gera á laugardagskvöldum, og rekst á síðu sem ein ónefnd háskólamær er með.

Í einni og sömu færslunni talar hún um súkkulaði, fyrirtíðaspennu, nöldrar um sjónvarpsþætti, talar um stjörnumerki og tuðar um dagskrá RÚV.

Gæti þetta verið leiðinlegra?


Jú, næsta færsla fjallar um skókaup og Sex & The city.

Þá er komið að því, ég þarf að kaupa fötu sem ég hef við hliðina á tölvunni, svo ég gubbi ekki aftur á gólfið vegna ömurlegra bloggara.

Bitur?


þriðjudagur, október 04, 2005

Bara í reykjavík...Einhvernveginn efast ég um að það þurfi að banna fólki að tjalda þarna, en hvað veit ég?

laugardagur, október 01, 2005

Tobbi orðinn linkatík

Skoðið þessa grein á mbl.is, en efni hennar er óviðkomandi pistlinum, þó það sé vissulega mjög áhugavert og mikilvægt.

Tók einhver eftir því að það var ekki talað um 22 ára strák, heldur 22 ára nema í læknisfræði?

Hefði verið minnst á nám drengsins ef hann væri í stjórnmálafræði eða spænsku? Held ekki, en það hefði komið málinu alveg jafn mikið við ef svo væri.

Sökin er ekki bara læknanema megin að við séum taldir setja okkur á stall.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?