<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Í tilefni prófatíðar...


Nú er hinn snargeðveiki tími þar sem tossar landsins sameinast í lokastressi yfir upptökuprófum, svona rétt áður en haustönnin byrjar. Þar sem ég hef aldrei verið mikið fyrir skynsamlegar ákvarðanir er ég í hópi tossanna, og ber höfuð bara nokkuð hátt.

Margir sumartossar hafa prýðilegar afsakanir eins og barneignir, veikindi, barnaveikindi, flutninga eða átök í einkalífi. Ég þarf ekki á slíkum hjálpartækjum við að slugsa, ég er fullfær um það sjálfur!

Fyrst ég er byrjaður að sóa tímanum í vefbókarskrif verð ég að skammast yfir þróun í bloggsamfélagi mörlandans.

Horfin eru hin klassísku dagbókarblogg og í stað þeirra komin Moggablogg, sem eru yfirleitt samhengislítið væl um það hvernig heimurinn er að fara til andskotans.

Nennir einhver að lesa það?

Og það sem meira er, nennir einhver að lesa væl um væl um hvernig heimurinn sé að fara norður og niður?

Mér finnst ég vera svo sniðugur.

Gangi ykkur vel í prófunum, samtossar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?