<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Stundum snerta lög strengi í manni, kveikja upp gamla tilfinningu eða minningu. Þetta geta verið alls konar minningar; góðar, slæmar, fyndnar eða pirrandi.
Oftast tengi ég þó lög við manneskjur, og sú tenging hverfur ekki svo glatt. Dæmi um lög sem ég tengi sterkt við fólk eru Simple Things með Dirty Vegas, Run með Snow Patrol, og Shiver með Coldplay. Það vill líka verða þannig með þessi lög að þau verða svolítið spari hjá mér, og ég spila þau sko ekki á hverjum degi.
Ég verð að viðurkenna að ég tengi lög oftar en ekki við stelpur sem ég hef verið hrifinn af, en það er þó ekki algilt. Þannig minnir Time of your life með Green Day mig á góðan vin norður í landi, og whole lotta love minnir mig á æskuna, þegar ég og gamall félagi sprengdum næstum því rúðurnar heima hjá honum með bassadrununum hjá John Paul Jones.

Þessar minningar tengjast textum eða meiningu laganna ekki neitt, þetta eru bara aðstæður sem límast við tónlist.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?