föstudagur, júlí 07, 2006
Vinablogg, vol. I
Arnari Steini kynntist ég þegar ég var í leikskóla, og þá vorum við engir vinir. Síðan hættum við að vera óvinir og fljótlega eftir það fórum við að gera allt vitlaust.
Mikið var brallað, og þegar það fór svo að ég ákvað að skipta um bekk, sex ára, sagði ég að ég vildi vera með Arnari í bekk. Mér varð ekki haggað, og ég endaði í bekk með honum, þrátt fyrir að ég væri árinu yngri en hann.
Eftir það urðum við bestu vinir, þannig séð, og afrek okkar hafa verið mörg. Ævintýrin enduðu ósjaldan á borði skólastjórans, og stundum rifumst við líka með hnefunum. Við spjölluðum reyndar lítið eftir að ég flutti á Krókinn, en við tókum aftur upp þráðinn þegar ég flutti aftur á mölina.
Arnar er listamaður í sér, en svolítill sveimhugi. Hann er mikill fagurkeri og spáir mikið í fínni hlutum lífsins, eins og tónlist.
Hann er ekki ennþá búinn að negla niður hvað hann langar til að gera þegar hann er stór, en á meðan nýtur hann lífsins. Hann hefur gríðarlegt keppnisskap, sem er hans mesti kostur og galli í fótboltanum, þar sem hann hefur verið síðan hann var bara strákskratti. Honum finnst ekki leiðinlegt að djamma, og finnst gjarnan á stöðum með góðri tónlist.