<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 27, 2006

Extrovert...

Ég var að setja upp iTunes í tölvunni minni.

Ég á ekki iPod, og mér finnst iTunes ekki góður spilari.

En ég er forvitinn, og mér finnst gaman að sjá hvað fólk er að hlusta á dags daglega. Eins finnst mér gaman að deila því með mér hvað er í spilaranum hverju sinni.

Þar af leiðandi er ég orðinn alveg eins og allir aðrir sem nota Makkavörur; geri það eingöngu af tveimur ástæðum;

a) Fyrir útlitið
b) Til að sýnast.

Góðar stundir.

laugardagur, mars 25, 2006

Prófalesturinn, framhald

Í dag var ég að spila snooker. Ég var ánægður eftir leikinn.

Það merkilega er að sú staðreynd að ég spilaði þokkalega og vann breytti engu um líðan mína, heldur sú staðreynd að ég lenti langt undir, og missti mig ekki út í pirring, svívirðingar og ýmiss konar ofbeldi.

Ég er óþarflega tapsár, en ég er að vinna í því. Vinnan gengur misvel, en í dag var ástæða til að gleðjast.

Lesendur eru hins vegar beðnir um að varast að líta á blogg mín sem upptalningar á staðreyndum, ég hef ekki lamið neinn í íþróttum í alvöru (ennþá).

miðvikudagur, mars 22, 2006

Ég var að hugsa um að breyta aðeins til hérna inni á síðunni, fara að henda fleiri myndum inn. Mælið þið með einhverri myndasíðu á netinu, þar sem hægt er a) að geyma mikið af myndum, og b) hægt að linka myndum beint inn?


Kv;
Þorbjörn
alltaf hress

þriðjudagur, mars 21, 2006

Naglinn hittur á höfuðið

Tekið af www.tuckermax.com:

"As you get older you'll see this more and more: whenever you pursue your dreams and goals, even something small like personal pleasure, some people will shit on you for it. 95% of the time, this will be because they are jealous that they aren't doing it themselves. Watching you be happy doing what pleases you only makes them realize that they aren't doing the same thing, but instead of turning that anger inwards and changing what sucks about their life, they will turn it outwards and react against you. People like that suck, cut them out of your life. You should always strive to surround yourself with people who root for you, not against you, people who enhance your life and who bring something to the table, not people who take from it (and of course, you should strive to be one of those people also)."


Nú er ég ekki alltaf sammála bandaríska eilífðarunglingnum, en þarna hittir hann beint í mark.

Það ættu allir að hugleiða þetta og spyrja sig: Hvor týpan er ég?

mánudagur, mars 20, 2006

(X) reykt sígarettu
(X) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(X) verið ástfangin/n
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(X) verið rekin/n
(X) lent í slagsmálum
(X) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
(X) verið handtekin/n
(X) farið á blint stefnumót
(X) logið að vini/vinkonu
(X) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(X) rennt þér á sleða
(X) svindlað í leik
(X) verið einmana
(X) sofnað í vinnunni/skólanum
(X) notað falsað skilríki
(X) horft á sólarlagið
(X) fundið jarðskjálfta
(X) sofið undir berum himni
(X) verið kitluð/kitlaður
(X) verið rænd/rændur
(X) verið misskilin/n
(X) klappað hreindýri/geit/kengúru
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(X) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(X) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(X) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
(X) fundist þú líta vel út
(X) verið vitni að glæp
(X) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(X) verið týnd/ur
(X) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
( ) grátið þig í svefn
( ) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(X) sungið í karaókí
(X) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tkalla hérna
(X) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(X) hringt símahrekk
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
( ) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(X) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(X) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(X) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(X) farið á rúlluskauta/línuskauta
(X) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig

4 staðir sem ég hef búið á.
*Stóra húsið í Vesturbænum, Reykjavík
*Læknisbústaður, Sauðárkróki
*Glyðrugrandi 12, Reykjavík (Present)
*Borregård, Danmörku (1/2 sumar)

4 störf sem ég hef unnið um ævina.
*Viðbjóður í Byggingarvöruverslun
*Kennari á Sauðárkróki
*Bensíntittur í Öskjuhlíð
*Umannari á Sauðárkróki

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur..
*Fight Club
*The Last Boyscout
*The Nightmare Before Christmas
*American History X

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar
*Family guy
*American Dad
*Drawn Together
*South Park

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
*Cádiz, Spáni
*Um það bil hver einasta helvítis búlla og húsaþyrping í DK
*Limóne Sul Garda, Ítalíu
*London, Englandi

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
*Mbl.is
*Laeknanemar.is
*B2.is
*Hi.is

4 matarkyns sem ég held uppá
*Matur
*Drykkur
*Nammi
*Snakk

4 bækur sem ég les oft
*Hringadróttinssaga
*Hobbitinn
*Bert (ekki spyrja!)
*1984

4 staðir sem ég vildi frekar vera á núna
*Á roadtrip um Bandaríkin
*Í Hong Kong
*Í sveitinni
*Í sveittri ferð um sólarlönd

4 bloggarar sem ég klukka
*Allir hinir eru búnir!


laugardagur, mars 18, 2006

Það er stórt klukk-blogg á leiðinni, bara að vara ykkur við.

föstudagur, mars 17, 2006

Hið einfalda líf

Prófalesturinn...

Það er alveg merkilegt hvað lífið einfaldast þegar maður er kominn ofan í það brjálæði sem upplestur fyrir próf er. Dagskráin samanstendur af svefni, inntöku næringarefna, próflestri og svo daglegum æfingum í Hreyfingu.

Það að fara í ræktina að lyfta er actually hápunktur dagsins hjá mér, og ég hlakka svakalega til fyrir hverja æfingu að komast aðeins frá bókunum og púla.

Þetta gefur svo mikla orku, losar um stress og leyfir huganum aðeins að slaka á og beina athyglinni frá hvarfgöngum og jónabúskap.

Það fyndna er að mér líður fáránlega vel í þessu einfalda lífi. Reyndar hefur hollur matur fylgt með, og hann ætti að hjálpa með heilsuna, en ég hef klippt í burtu eiginlega allt þetta venjulega sem ég nota til að stytta mér stundir. Ég hangi minna á netinu, spila færri tölvuleiki, horfi ekkert lengur á neina þætti eða myndir, og eini félagsskapurinn er þegar ég kíki aðeins á messenger eða tala við samsetufólk á lesstofu eða leigjandann.

Þarf maður ekkert meira til að vera sáttur en að hafa jafnvægi á sínu lífi, eða er þetta bara tímabundið ástand áður en leiðinn bankar upp á?

Maður spyr sig.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Póstur númer áttatíuogátta

Vissuð þið að þegar læknir hlustar lungu og vilja fá raddað hljóð biðja þeir oftast sjúkling um að segja níutíuogníu stanslaust?

Skemmtileg staðreynd, ha.

PS. Prófin eru byrjuð.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Skamm!

Í dag ætla ég að tala um kenjar kvenverunnar.

Að kaupa sér gallabuxur sem eru of þröngar til að standast heilbrigðiskröfur og troða þeim ofan í skóna sína (eða stígvél) er eitt það ljótasta sem ég hef séð.

Ekki bara af því þetta er kjánalegt, heldur opinberar þetta jafnvel minnstu afbrigði í beinabyggingu viðkomandi, og gerir óeðlilegar kröfur um sköpulag til að lúkka vel.

Stelpa má ekki vera of grönn, annars lítur hún út eins og beinagrind, og ekki með of mikið á sér heldur, þá er hún eins og rúllupylsa.

Ef stelpan er örlítið kiðfætt eða hjólbeinótt málar þessi klæðnaður skrattann á vegginn.

Og ef hnén eru eitthvað örlítið fyrir utan normið í laginu er þetta líka ómögulegt.

Nú koma bölsýnismenn og stjaksetja mig fyrir að gera óraunhæfar kröfur, en það er ekki ég - það er þessi helvítis tíska sem er að setja standardinn allt, allt of hátt, og það er ekki samasemmerki milli þess að líta vel út í þessu og að líta almennt vel út.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?