miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Einu sinni var mér sagt frá fréttafundi milli tveggja boxara.
Fyrir keppni er venja að fá báða þáttakendur í slagnum á fréttafund, og oft verða fjörugar umræður þar.
Á þessum fundi fóru keppendurnir að munnhöggvast (e. trashtalking) og endar sú rimma á að annar kappinn segir:
"I'll fuck you 'till you love me, bitch!" (í. ég serði þig þangað til þú fellur fyrir mér, óbermi!)
Það sem gerir þessa framvindu áhugaverða er sú staðreynd að þessa setningu á Mike Tyson, sem var (og er) dæmdur nauðgari.
Viljum við að þessi maður gangi laus?
Annars segi ég lítið.
Fyrir keppni er venja að fá báða þáttakendur í slagnum á fréttafund, og oft verða fjörugar umræður þar.
Á þessum fundi fóru keppendurnir að munnhöggvast (e. trashtalking) og endar sú rimma á að annar kappinn segir:
"I'll fuck you 'till you love me, bitch!" (í. ég serði þig þangað til þú fellur fyrir mér, óbermi!)
Það sem gerir þessa framvindu áhugaverða er sú staðreynd að þessa setningu á Mike Tyson, sem var (og er) dæmdur nauðgari.
Viljum við að þessi maður gangi laus?
Annars segi ég lítið.
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Hringiðan.
Það er kominn prófatími og lítið annað að gera en að læra og hreyfa sig.
Bækurnar eru kærkomin leið frá tómleikanum sem fylgir því að búa einn, og lyftingarnar eru þeim mun betri til að hvíla lesturinn.
Já, maður er einn í hreiðrinu og stefnan er tekin á að vera það áfram í bili!
Farið var norður í víking um helgina, sem var frábært. Kvarta ekkert yfir móttökunum þar, þó að öll þessi drykkja og djamm hafi vissulega tekið sinn toll.
Eins og sumir lesenda vita hef ég verið í heilsuátaki frá því í sumar, enda var kominn tími á að kveðja allan bjórinn sem hafði tekið sér bólfestu á mér.
Nú eru fæstir þeirra eftir, en þó má alltaf betur gera.
Þangað til andagiftin heimsækir mig bið ég að heilsa ykkur öllum.
Það er kominn prófatími og lítið annað að gera en að læra og hreyfa sig.
Bækurnar eru kærkomin leið frá tómleikanum sem fylgir því að búa einn, og lyftingarnar eru þeim mun betri til að hvíla lesturinn.
Já, maður er einn í hreiðrinu og stefnan er tekin á að vera það áfram í bili!
Farið var norður í víking um helgina, sem var frábært. Kvarta ekkert yfir móttökunum þar, þó að öll þessi drykkja og djamm hafi vissulega tekið sinn toll.
Eins og sumir lesenda vita hef ég verið í heilsuátaki frá því í sumar, enda var kominn tími á að kveðja allan bjórinn sem hafði tekið sér bólfestu á mér.
Nú eru fæstir þeirra eftir, en þó má alltaf betur gera.
Þangað til andagiftin heimsækir mig bið ég að heilsa ykkur öllum.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Ég ætla að leyfa mér að mæla með hljómsveit sem heitir The Smiths.
Góðir textar og ágætis lög alveg hreint, diskurinn The queen is dead er afbragð. Ekki fyrir glaðlynda eða hamingjusama samt!
Góðir textar og ágætis lög alveg hreint, diskurinn The queen is dead er afbragð. Ekki fyrir glaðlynda eða hamingjusama samt!
Það er einn strákur með mér í bekk á 2. ári í læknisfræði.
Hann gerir grín að mjög mörgu, en sérstaklega tekur maður eftir rasismanum gegn "gulu fólki" eins og hann kallar það.
Hann er alltaf að gera grín að Asíubúum.
Venjulega myndi maður fordæma þessa hegðan, en það er ákaflega erfitt þar sem umræddur strákur er af asískum uppruna.
Hvað er þá hægt að taka til bragðs?
Jú, það er hægt að slást í leikinn og uppskera fordæmingu samfélagsins, þá sérstaklega þeirra sem til heyra!
En helvíti er það gaman, eins og alltaf þegar brandarar stríða gegn skoðunum manns.
Hann gerir grín að mjög mörgu, en sérstaklega tekur maður eftir rasismanum gegn "gulu fólki" eins og hann kallar það.
Hann er alltaf að gera grín að Asíubúum.
Venjulega myndi maður fordæma þessa hegðan, en það er ákaflega erfitt þar sem umræddur strákur er af asískum uppruna.
Hvað er þá hægt að taka til bragðs?
Jú, það er hægt að slást í leikinn og uppskera fordæmingu samfélagsins, þá sérstaklega þeirra sem til heyra!
En helvíti er það gaman, eins og alltaf þegar brandarar stríða gegn skoðunum manns.
föstudagur, nóvember 11, 2005
Komment á bloggi virka eins og bensín. Ef maður fær endurgjöf (e. feedback) á það sem maður er að gera er líklegra að maður haldi því áfram, og því meira feedback, þeim mun duglegri er maður að blogga og því betri verða bloggin.
Ef enginn kommentar verður maður fljótt bensínlaus, gefur upp öndina og hættir.
Ég er ekki að segja að ég sé að beila á geðveikinni, heldur er ég að væla og toga í ermarnar ykkar, biðjandi um að þið kommentið þegar leið ykkar liggur hér í gegn.
Ef enginn kommentar verður maður fljótt bensínlaus, gefur upp öndina og hættir.
Ég er ekki að segja að ég sé að beila á geðveikinni, heldur er ég að væla og toga í ermarnar ykkar, biðjandi um að þið kommentið þegar leið ykkar liggur hér í gegn.
Í dag er þokkalegur dagur.
Við erum búin að vera í spes fagi í skólanum sem heitir PBL, eða Problem Based Learning. Uppbyggingin er mjög svipuð og þegar læknarnir hittast í þáttunum House, en þetta byrjar á að við fáum sjúkdómstilfelli til að eiga við, og síðan eigum við að greina og veita meðferð.
Þetta vinnum við með hjálp Google, og þetta er bara helvíti gaman!
Þar að auki er ég búinn að vera í fótbolta tvisvar síðustu þrjá daga. Þeir sem þekkja mig vita vel að ég hef ekki burði sóknarmanns (léttur, fimur og snöggur), þannig að ég tek þetta á skriðinu og ligg í vörn. Merkilega gaman og öll bein eru heil!
Gunnsa systir á afmæli í dag, orðin eldgömul, 25 ára. Óska henni til hamingju með afmælið!
Svo er það innrás Sauðkrækinga (ath. ekkert L) í kvöld og annað kvöld, og aldrei að vita nema maður taki á móti nokkrum svona rétt fyrir bæinn!
Jæja, þetta er orðið gott, skrifið komment ef ruglið er málið um helgina, og líka ef þið hafið ekkert að segja um djamm í kvöld!
Við erum búin að vera í spes fagi í skólanum sem heitir PBL, eða Problem Based Learning. Uppbyggingin er mjög svipuð og þegar læknarnir hittast í þáttunum House, en þetta byrjar á að við fáum sjúkdómstilfelli til að eiga við, og síðan eigum við að greina og veita meðferð.
Þetta vinnum við með hjálp Google, og þetta er bara helvíti gaman!
Þar að auki er ég búinn að vera í fótbolta tvisvar síðustu þrjá daga. Þeir sem þekkja mig vita vel að ég hef ekki burði sóknarmanns (léttur, fimur og snöggur), þannig að ég tek þetta á skriðinu og ligg í vörn. Merkilega gaman og öll bein eru heil!
Gunnsa systir á afmæli í dag, orðin eldgömul, 25 ára. Óska henni til hamingju með afmælið!
Svo er það innrás Sauðkrækinga (ath. ekkert L) í kvöld og annað kvöld, og aldrei að vita nema maður taki á móti nokkrum svona rétt fyrir bæinn!
Jæja, þetta er orðið gott, skrifið komment ef ruglið er málið um helgina, og líka ef þið hafið ekkert að segja um djamm í kvöld!
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Þetta er önnur færslan sem ég skrifa.
Það er ekki af því að sú fyrsta strokaðist út, heldur var hún svo vond að tilvist hennar endaði áður en nokkur heilvita maður sá hana.
Bráðum held ég að þriðja uppkast rati hingað, því ég er ekki of sáttur við þetta heldur.
Hafið þið einhvern tímann lent í því að þurfa að skrifa eitthvað niður, en ómögulega getað neglt það niður sem þið þurfið að fjalla um?
Mér líður þannig núna; ætli ég þurfi ekki að skapa eitthvað, læra leirkerasmíð eða einhvern djöfulinn svo ég geti búið til vasa eða öskubakka eða eitthvað "gagnlegt".
PS: Hafið þið eitthvað við ensku gæsalappirnar að athuga?
Ekki ég, þær íslensku sökka.
Það er ekki af því að sú fyrsta strokaðist út, heldur var hún svo vond að tilvist hennar endaði áður en nokkur heilvita maður sá hana.
Bráðum held ég að þriðja uppkast rati hingað, því ég er ekki of sáttur við þetta heldur.
Hafið þið einhvern tímann lent í því að þurfa að skrifa eitthvað niður, en ómögulega getað neglt það niður sem þið þurfið að fjalla um?
Mér líður þannig núna; ætli ég þurfi ekki að skapa eitthvað, læra leirkerasmíð eða einhvern djöfulinn svo ég geti búið til vasa eða öskubakka eða eitthvað "gagnlegt".
PS: Hafið þið eitthvað við ensku gæsalappirnar að athuga?
Ekki ég, þær íslensku sökka.
laugardagur, nóvember 05, 2005
Í gær fór ég í höfuðstöðvar KB banka til að verða fullur. Þetta fyrirkomulag kallast vísindaferð og byggist á fátækum háskólanemum sem gefa tíma sinn til að hlusta á fyrirlestur sem þeir hafa sjaldnast áhuga á, í staðinn fyrir að raða í sig snittum og hella feiknarmagni af áfengi ofan í sig á skömmum tíma.
Ég var mættur klukkan 5, fullur klukkan 6 og kominn í bæinn að djamma klukkan 7. Þar drakk ég áfengi í bland við kaffi, en gleymdi kvöldmat, þangað til Fjölnir stórmenni og tappi benti mér á 10-11 til að ég héldi nú út.
Spólum í gegnum kvöldið (dansandi á Pravda til klukkan 5) og byrjum á deginum í dag.
Eftir naumlega skammtaðan svefn fór ég á borðtennisæfingu (þá fyrstu) með nokkrum úr bekknum. Eftir erfitt kvöld og erfiða nótt var samhæfing augna og handa minna en frábær, og þegar ég ætlaði að sýna lit og smassa hitti ég ekki.
Ég hitti boltann, en boltinn hitti ekki borðið, heldur ákvað hann að eiga stefnumót við andlit andstæðings míns.
Hún var fremur súr, og lét mig heyra það.
Samkvæmt henni er ég vangefinn fáviti.
Hvað finnst ykkur?
Ég var mættur klukkan 5, fullur klukkan 6 og kominn í bæinn að djamma klukkan 7. Þar drakk ég áfengi í bland við kaffi, en gleymdi kvöldmat, þangað til Fjölnir stórmenni og tappi benti mér á 10-11 til að ég héldi nú út.
Spólum í gegnum kvöldið (dansandi á Pravda til klukkan 5) og byrjum á deginum í dag.
Eftir naumlega skammtaðan svefn fór ég á borðtennisæfingu (þá fyrstu) með nokkrum úr bekknum. Eftir erfitt kvöld og erfiða nótt var samhæfing augna og handa minna en frábær, og þegar ég ætlaði að sýna lit og smassa hitti ég ekki.
Ég hitti boltann, en boltinn hitti ekki borðið, heldur ákvað hann að eiga stefnumót við andlit andstæðings míns.
Hún var fremur súr, og lét mig heyra það.
Samkvæmt henni er ég vangefinn fáviti.
Hvað finnst ykkur?
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Smá fréttir af mér...
Ég fékk loksins einkunn úr innri líffærafræði, og ég náði helvítis faginu, sem er vel.
Ég hef þokkalega mikið að gera í skólanum núna, en er ekki að sinna því eins vel og ég ætti að gera, sem er ekki eins gott mál.
Hins vegar er ég búinn að fara í margar forvarnarferðir með læknanemum í Ástráði, og þetta verður bara skemmtilegra og skemmtilegra; gaman að kynnast aðeins krökkum sem eru rétt að byrja lífið. Dæmi um forvarnarferðir var víkingurinn sem ég lagði í ásamt öðrum til Norðurlands, sem gekk vonum framar.
Að lokum verð ég að senda líflátshótun af gömlum vana:
Ef ég sé eitthvert ykkar skrifa talfa í stað orðsins tölva, einhvers staðar, einhvern tímann, mun ég finna út hvar þið eigið heima og mæta þangað að nóttu til, vopnaður.
Kveðja;
Pirraði gæjinn.
Ég fékk loksins einkunn úr innri líffærafræði, og ég náði helvítis faginu, sem er vel.
Ég hef þokkalega mikið að gera í skólanum núna, en er ekki að sinna því eins vel og ég ætti að gera, sem er ekki eins gott mál.
Hins vegar er ég búinn að fara í margar forvarnarferðir með læknanemum í Ástráði, og þetta verður bara skemmtilegra og skemmtilegra; gaman að kynnast aðeins krökkum sem eru rétt að byrja lífið. Dæmi um forvarnarferðir var víkingurinn sem ég lagði í ásamt öðrum til Norðurlands, sem gekk vonum framar.
Að lokum verð ég að senda líflátshótun af gömlum vana:
Ef ég sé eitthvert ykkar skrifa talfa í stað orðsins tölva, einhvers staðar, einhvern tímann, mun ég finna út hvar þið eigið heima og mæta þangað að nóttu til, vopnaður.
Kveðja;
Pirraði gæjinn.