<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 24, 2005

Hæ, hvað gerðir þú yfir páskana?

Ég fór á sveitaball og var nefbrotinn af manni sem ég hef aldrei séð á ævinni, og það án þess að hann talaði við mig eða ég við hann!
Bras.

föstudagur, mars 11, 2005

Spakmæli dagsins:

Betri er fögnuður en ófögnuður.

-Þorbjörn

.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Skorpukarl

Ég er að einu leyti dæmigerður Íslendingur. Mér finnst löðurmannlegt að vinna verkefni jafnt og þétt, en er mun meira fyrir að kýla á'etta á lokasprettinum og sitja sveittur dag sem nótt yfir verkefnum til að ná að skila af mér. Þetta á ekki bara við um skólann heldur mikinn hluta daglegs lífs líka.

Eins og í gær; þá datt ég inn í alveg fáránlega maníu, byrjaði að hringja í fullt af félögum og kunningjum, grafa aðra upp á netinu, setja upp bloggmyndasíðu, uppfæra bloggið mitt, blogga smá, tékka á öllum öðrum bloggum og skoða fullt af spjallsíðum sem ég hef trassað að kynna mér.

Þetta var einskonar félagsleg skorpa; samskiptatörn.

Það væri alls ekki sem verst ef ég gæti haldið þessari keyrslu endalaust, þá myndi ég kannski halda kunningskap lengur við fólk, en ég er ekki þannig. Ég á eftir að hrynja niður í stoppið, skríða niður í einsetuna, loka mig af og enginn sér mig eða heyrir af mér þangað til ég flippa aftur og verð eins og mig langar að vera.

Manían virkar eins og þyngdarlögmálið; það sem fer upp hlýtur að koma niður aftur.
.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?