mánudagur, janúar 10, 2005
Ég er byrjaður aftur í skólanum.
Ég er aftur byrjaður í skólanum eftir sæmilegt jólafrí, og við tekur erfiður kúrs sem lýkur um miðjan febrúar. Eitt er pirrandi við þennan áfanga, en það er að fjöldi rita sem stuðst er við er með meira móti.
Þetta er svipað því að setjast inn á veitingastað, biðja um matseðil, og þá er hlammað skruddu á stærð við símaskrána á borðið. Hún er á latínu.
Maður veit að maður nær ekkert að lesa eða skilja allt, en vonar bara að sá kafli sem maður rambi á hafi eitthvað girnilegt fram að færa.
Niðurstöðuna fær maður síðan þegar rétturinn er settur á borðið.
Ég er aftur byrjaður í skólanum eftir sæmilegt jólafrí, og við tekur erfiður kúrs sem lýkur um miðjan febrúar. Eitt er pirrandi við þennan áfanga, en það er að fjöldi rita sem stuðst er við er með meira móti.
Þetta er svipað því að setjast inn á veitingastað, biðja um matseðil, og þá er hlammað skruddu á stærð við símaskrána á borðið. Hún er á latínu.
Maður veit að maður nær ekkert að lesa eða skilja allt, en vonar bara að sá kafli sem maður rambi á hafi eitthvað girnilegt fram að færa.
Niðurstöðuna fær maður síðan þegar rétturinn er settur á borðið.