<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 26, 2004

Hvern fjandann er ég að vilja upp á dekk?


Ég sé bara ekki hvað ég er að vilja með að vera að blogga, ég er ekki nógu greindur til að koma með áhugaverð blogg reglulega sem eru dregin úr almennum þankagangi og þjóðfélagsumræðu, né heldur er ég týpan í það að rekja hvað ég drakk í gær eða rekja dagskrá mína lið fyrir lið eins oft og hægt er.

Þess vegna skrifa ég svona sjaldan, þess vegna er þetta svo órætt stundum sem ég skrifa, og þess vegna er svona lítið varið í lestur á þessu.

Einnig hefur það læðst að mér hvort það sé nokkur tilgangur í að vera að skrifa þetta, þetta er sjaldan lesið og þá helst ekki nema með öðru auganu.
Svosem má heimfæra þá lýsingu á margt annað í sambandi við mig, til að mynda tilveru mína.

Það er ekki eins og daglegar hugsanir mínar, orð eða gjörðir hjálpi heiminum að snúast eða séu lífsnauðsynlegar tilvist nokkurs. Best að fylgjast bara lauslega með því, með öðru auganu, öðru hvoru.

Ég væri lélegur efniviður í raunveruleikasjónvarpsþátt.

laugardagur, desember 04, 2004

Rifinn í sundur...

Í samtali fyrir stundu tók vinkona mín að sér að sálgreina mig. Þetta er svosem ekki í frásögur færandi, enda margir tekið þetta að sér, nema hvað hún komst svo nálægt kjarna málsins að mér var ekkert sama. Það er frekar skrítið þegar fólk afhjúpar persónu manns svo gjörsamlega, mér fannst ég vera algjörlega berskjaldaður og þurfti smá tíma til þess að púsla mér saman aftur og setja upp grímuna.

Það er óþægilegt að upplifa það að manneskja sjái alveg í gegnum þig, því ef einhver getur það þá er sá einstaklingur líka kominn með lykilinn að því að skilja allar gjörðir þínar, og ástæðurnar sem að baki þeim liggja.

Látum það liggja á milli hluta hver greiningin á mér var, enda hafði ég hingað til vonast eftir að það yrði aldrei dregið fram í dagsljósið hvað stýrir mestallri minni tilvist. Núna þarf ég bara að styrkja varnirnar, til að fá að halda einhverjum hluta af Tobba-kvikindinu út af fyrir mig!

föstudagur, desember 03, 2004

Blogg um holu

Mér líður eins og ég sé fylltur að innan með tómarúmi. Tómarúm sem dregur allan lit úr tilverunni, hol sem dregur allt úr mér sem getur talist til tilfinninga. Ég er sálarlaus, laus við karakter, laus við allt litrófið sem gerir manneskju að einstaklingi. Ég dregst í gegnum kvöldið án þess að sjá neitt sem vekur áhuga minn, án þess að heyra neitt sem ég tek eftir, án þess að finna fyrir nýrri upplifun, án þess að búa til nýja minningu.

Mín venjulegu viðbrögð við þessari bölvun eru að fara á haugafyllerí, búa til skandal eða tvo, hlæja að því daginn eftir, og þar með var hring áhuga- og afskiptaleysis af lífinu lokað og hinn venjulegi hversdagur tók við.

Ég gæti farið og talað við vini, kunningja og vandamenn, farið að fletta símaskránni til að leita að einhverjum til að deila grámóskunni með, farið út að skoða fólk sem ég nenni ekki að kynnast, farið að sjá mannlíf sem mér finnst ég ekki tilheyra, farið að taka þátt í samræðum sem gefa mér ekkert nýtt. Ég sé bara engan tilgang í því, finn mér ekki ástæðu til þess að láta vaða.

Núna veit ég ekkert hvað til bragðs á að taka, þess vegna sit ég fyrir framan gráa tölvuna, hlusta á tónlist án þess að heyra hana, og er aleinn, og það væri ég hvort sem ég væri í fjölmenni eða ekki.


Þetta er samt ekkert hyldýpi vanlíðunar, það er ekki eins og mér líði eitthvað hræðilega, mér líður bara.. ekki neitt.



fimmtudagur, desember 02, 2004

Þetta er texti úr einu uppáhaldslaginu mínu, með bítlunum.

Ah, look at all the lonely people
Ah, look at all the lonely people

Eleanor Rigby picks up the rice in the church where a wedding has been
Lives in a dream
Waits at the window, wearing the face that she keeps in a jar by the door
Who is it for?

All the lonely people
Where do they all come from?
All the lonely people
Where do they all belong?

Father McKenzie writing the words of a sermon that no one will hear
No one comes near.
Look at him working. Darning his socks in the night when there’s nobody there
What does he care?

All the lonely people
Where do they all come from?
All the lonely people
Where do they all belong?

Eleanor Rigby died in the church and was buried along with her name
Nobody came
Father McKenzie wiping the dirt from his hands as he walks from the grave
No one was saved

All the lonely people
Where do they all come from?
All the lonely people
Where do they all belong?




Líður ykkur aldrei svona?



This page is powered by Blogger. Isn't yours?