miðvikudagur, september 08, 2004
Ég man...
Ég man þegar ég var yngri, þegar háskólanám var fjarlægur draumur.
Það var eitthvað svo exótískt og framandi við Háskólann, þennan gráa steypukumbalda sem gleypti svo mikið af stálpuðum krökkum og skilaði fullorðnu fólki til baka.
Eitthvað rosalegt hlaut að ganga á innan veggja slíks bákns, eitthvað stórfenglegt sem greinilega lét engan snortinn, enda voru þeir sem gengið höfðu í háskóla allir eitthvað svo fullorðnir.
Jafnvel í framhaldsskóla hugsaði ég..
"Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið spunnið í háskólanám, fyrst að það er talið svona nauðsynlegt til að komast í eftirsóknarverð störf sem gera miklar kröfur."
Síðan datt ég inn á æðsta menntastigið, og fékk að upplifa ljómann og dýrðina frá fyrstu hendi.
Þá komst ég að því að mikið af þessum pakka er bara framhald á litlu fjölbrautinni á króknum, bara meira námsefni.
Mér leiðist efnafræði í stórum skömmtum.
Ég man þegar ég var yngri, þegar háskólanám var fjarlægur draumur.
Það var eitthvað svo exótískt og framandi við Háskólann, þennan gráa steypukumbalda sem gleypti svo mikið af stálpuðum krökkum og skilaði fullorðnu fólki til baka.
Eitthvað rosalegt hlaut að ganga á innan veggja slíks bákns, eitthvað stórfenglegt sem greinilega lét engan snortinn, enda voru þeir sem gengið höfðu í háskóla allir eitthvað svo fullorðnir.
Jafnvel í framhaldsskóla hugsaði ég..
"Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið spunnið í háskólanám, fyrst að það er talið svona nauðsynlegt til að komast í eftirsóknarverð störf sem gera miklar kröfur."
Síðan datt ég inn á æðsta menntastigið, og fékk að upplifa ljómann og dýrðina frá fyrstu hendi.
Þá komst ég að því að mikið af þessum pakka er bara framhald á litlu fjölbrautinni á króknum, bara meira námsefni.
Mér leiðist efnafræði í stórum skömmtum.
þriðjudagur, september 07, 2004
Jæja....
Aðeins farið að hægja á lestrinum, og kvíðinn farinn að sýna sitt ljóta smetti. Af öðrum málum er að frétta það að ég er að keppa í Kollgátunni (spurningakeppni milli deilda í háskólanum, ekkert alvarlegt samt), og byrjaður að kíkja í fótbolta einu sinni í viku.
Vá.. talandi um ritstíflu..
Þetta er orðið gott, reyni aftur á eftir.
Aðeins farið að hægja á lestrinum, og kvíðinn farinn að sýna sitt ljóta smetti. Af öðrum málum er að frétta það að ég er að keppa í Kollgátunni (spurningakeppni milli deilda í háskólanum, ekkert alvarlegt samt), og byrjaður að kíkja í fótbolta einu sinni í viku.
Vá.. talandi um ritstíflu..
Þetta er orðið gott, reyni aftur á eftir.