fimmtudagur, janúar 29, 2004
Fékk loksins loksins ógeð á því að reiða mig á hið sataníska kerfi Klink-fjölskyldunnar.
Grunar að aðalhönnuður kerfisins sé fjórði meðlimur þessa hrings, Azrael.
Ekki hrifinn af því, en fram undan eru bjartir tímar!
Grunar að aðalhönnuður kerfisins sé fjórði meðlimur þessa hrings, Azrael.
Ekki hrifinn af því, en fram undan eru bjartir tímar!
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Mmmm... crossman..
Já, skólinn er kominn á fullt skrið, ég er kominn á fullt skrið og allt er í gangi bara.
Hef djammað minna en fyrir skólabyrjun (sem er gott) lært heil reiðinnar býsn (sem er mjög gott) en ekki sinnt vinum, fjölskyldu eða bloggi nægilega vel (sem er ekki nógu gott)
Það er að komast smá yfirsýn yfir lærdóm líffærafræði höfuðs og háls, og neuroanatomiu, og það er frekar þægileg tilfinning. Nú er bara að fá staðsetningu og legu allra litlu nafnanna á hreint í höfði, hálsi og heila, og fá smá tilfinningu fyrir þessu ásamt því að sjá þetta vel fyrir sér og þá erum við bara í góðum sköpum.
Er einmitt rosalega hress með nýju neuroanatomiubókina eftir Crossman karlinn, það er þrælfín lesning og kærkomið hlé frá þessum tyrfnu langlokum sem ég messaði yfir ykkur um síðast.
Ég er hins vegar ekki nógu hrifinn af því hvað það er mikið vesen að vera að læra eins og berserkur, púla í ræktinni, hafa konu upp á arminn og vera að sinna heimilisstörfum, þegar það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Þess vegna hafa heimilisstörfin setið á hakanum, við litla hrifningu Þórhildar systur minnar, sem ég bý með.
Hjálp óskast við skúringar, tiltekt og fataþvott.
Já, skólinn er kominn á fullt skrið, ég er kominn á fullt skrið og allt er í gangi bara.
Hef djammað minna en fyrir skólabyrjun (sem er gott) lært heil reiðinnar býsn (sem er mjög gott) en ekki sinnt vinum, fjölskyldu eða bloggi nægilega vel (sem er ekki nógu gott)
Það er að komast smá yfirsýn yfir lærdóm líffærafræði höfuðs og háls, og neuroanatomiu, og það er frekar þægileg tilfinning. Nú er bara að fá staðsetningu og legu allra litlu nafnanna á hreint í höfði, hálsi og heila, og fá smá tilfinningu fyrir þessu ásamt því að sjá þetta vel fyrir sér og þá erum við bara í góðum sköpum.
Er einmitt rosalega hress með nýju neuroanatomiubókina eftir Crossman karlinn, það er þrælfín lesning og kærkomið hlé frá þessum tyrfnu langlokum sem ég messaði yfir ykkur um síðast.
Ég er hins vegar ekki nógu hrifinn af því hvað það er mikið vesen að vera að læra eins og berserkur, púla í ræktinni, hafa konu upp á arminn og vera að sinna heimilisstörfum, þegar það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Þess vegna hafa heimilisstörfin setið á hakanum, við litla hrifningu Þórhildar systur minnar, sem ég bý með.
Hjálp óskast við skúringar, tiltekt og fataþvott.
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Skólið byrjað!
Jamms, þá hefur læknadeild HÍ loks hafið göngu sína aftur eftir langt og strangt jólahlé. Nú get ég, ásamt samstúdentum mínum tekið gleði mína á ný yfir anatomíuskemmtiritum, matreiddum að hætti dósenta og doktora sem halda yfir okkur verndarhendi og leggja okkur línurnar við lestur þvílíkra dásemda.
Bækurnar á mínum borðum eru að enskum, dönskum, þýskum og íslenskum hætti, og árgangarnir spanna yfir síðustu 4 áratugi.
Já, ég er byrjaður að sanka að mér bókum fyrir komandi vikur, og líst reyndar misvel á þetta. Það sem kom mér hvað mest á óvart var munurinn á gömlum bókum og nýjum, og hvernig leikar stóðu eftir samanburð þeirra í milli.
Nú hef ég verið að berja mig í gegnum glænýjar bækur síðastliðið hálfa ár, þar sem ég hafði til að bera of mikinn hroka til að sætta mig við að kíkja á þær gömlu bækur sem mér höfðu áskotnast.
Loks lét ég til leiðast og skoðaði gömlu skræðurnar, sem eru sumar hverjar frá sjöunda áratugnum. Þá fyrst opnuðust augu mín fyrir því hvers konar fjársjóðir þær eru.
Nýjustu bækurnar eru einfaldlega allt of langar! Það eru næstum því alveg sömu staðreyndir sem koma fram í þeim og forverum þeirra, en í staðinn fyrir að greina skilmerkilega frá þeim atriðum sem máli skipta er þetta allt tvinnað til að reyna að skapa samhengi á milli atriða, sem mistekst gjörsamlega.
Halló, þetta eru námsbækur, ekki einhver helvítis saga sem þarf að hanga saman til að meika sens!
Úr þessu verður gjörsamlega gagnlaus langloka sem er of mikið torf til að ná að krafla sig í gegnum. Leiðinlegt að segja það, en þrátt fyrir viðleitni vínlegna höfunda missa bækurnar marks í öllum kjaftavaðlinum.
Niðurstaðan er semsagt sú að þrátt fyrir allar fallegu myndirnar, allar dásamlega skematísku teikningarnar og hvaðveitég sem er búið að lauma inn í nýju útgáfurnar af kennslubókum í læknisfræðinni, standast þær gömlu bókunum ekki snúning.
En af hverju standa þessir menn í því að eyðileggja ágætis bækur með að lengja þær fram úr hófi? Ég er með tilgátu.
Nú eru bókaútgefendur ekki í vinnu af hugsjón eða góðmennsku, heldur eru þeir að reyna að græða peninga. Og velta af skólabókum sem allir kennarar þekkja byggist ekki á því hve vel þær eru auglýstar, líklega eru engar stórar breytingar á fjölda sölu eintaka á ári.
Þá er brugðið á það ráð að lengja bækurnar og stækka, því þá komast þeir upp með að selja þær á umtalsvert hærra verði. Þá erum við komin að kjarna málsins!
Þessi aðferð hefur verið notuð á mörgum öðrum sviðum með góðum árangri, ef við lítum til dæmis á bílamarkaðinn: Smábíll í dag er ca. hálfu tonni þyngri, metra lengri og hálfum metra breiðari (gróft mat) en smábíll var fyrir 20 árum. Þetta er ekki af því að stærri bílar eru endilega betri, heldur komast menn upp með að selja stærri bíl og meiri á hærra verði, sem kemur sér ákaflega vel ef það er lítil teljandi aukning á fjölda seldra bíla.
En nóg um það...
Nú taka við sex vikur af fjöri og kátínu, þar sem við á 1. ári erum í tveimur áföngum sem verða kláraðir fyrir þann tíma, en það eru höfuð-og hálsanatomía og neuroanatomia.
Dýrðlegir tímar eru að banka upp á.
Stefni á það að hanga á snúrunni alla vega eitthvað fram í þessa tvo áfanga, sjáum hverju ég nenni.. Ef ég á að velja á milli þess að djamma eins og ég gerði í jólafríi og þess að djamma ekki vel ég skírlífi og helgidóm.
Frekar að vera fyrirmenni en fól.
Jamms, þá hefur læknadeild HÍ loks hafið göngu sína aftur eftir langt og strangt jólahlé. Nú get ég, ásamt samstúdentum mínum tekið gleði mína á ný yfir anatomíuskemmtiritum, matreiddum að hætti dósenta og doktora sem halda yfir okkur verndarhendi og leggja okkur línurnar við lestur þvílíkra dásemda.
Bækurnar á mínum borðum eru að enskum, dönskum, þýskum og íslenskum hætti, og árgangarnir spanna yfir síðustu 4 áratugi.
Já, ég er byrjaður að sanka að mér bókum fyrir komandi vikur, og líst reyndar misvel á þetta. Það sem kom mér hvað mest á óvart var munurinn á gömlum bókum og nýjum, og hvernig leikar stóðu eftir samanburð þeirra í milli.
Nú hef ég verið að berja mig í gegnum glænýjar bækur síðastliðið hálfa ár, þar sem ég hafði til að bera of mikinn hroka til að sætta mig við að kíkja á þær gömlu bækur sem mér höfðu áskotnast.
Loks lét ég til leiðast og skoðaði gömlu skræðurnar, sem eru sumar hverjar frá sjöunda áratugnum. Þá fyrst opnuðust augu mín fyrir því hvers konar fjársjóðir þær eru.
Nýjustu bækurnar eru einfaldlega allt of langar! Það eru næstum því alveg sömu staðreyndir sem koma fram í þeim og forverum þeirra, en í staðinn fyrir að greina skilmerkilega frá þeim atriðum sem máli skipta er þetta allt tvinnað til að reyna að skapa samhengi á milli atriða, sem mistekst gjörsamlega.
Halló, þetta eru námsbækur, ekki einhver helvítis saga sem þarf að hanga saman til að meika sens!
Úr þessu verður gjörsamlega gagnlaus langloka sem er of mikið torf til að ná að krafla sig í gegnum. Leiðinlegt að segja það, en þrátt fyrir viðleitni vínlegna höfunda missa bækurnar marks í öllum kjaftavaðlinum.
Niðurstaðan er semsagt sú að þrátt fyrir allar fallegu myndirnar, allar dásamlega skematísku teikningarnar og hvaðveitég sem er búið að lauma inn í nýju útgáfurnar af kennslubókum í læknisfræðinni, standast þær gömlu bókunum ekki snúning.
En af hverju standa þessir menn í því að eyðileggja ágætis bækur með að lengja þær fram úr hófi? Ég er með tilgátu.
Nú eru bókaútgefendur ekki í vinnu af hugsjón eða góðmennsku, heldur eru þeir að reyna að græða peninga. Og velta af skólabókum sem allir kennarar þekkja byggist ekki á því hve vel þær eru auglýstar, líklega eru engar stórar breytingar á fjölda sölu eintaka á ári.
Þá er brugðið á það ráð að lengja bækurnar og stækka, því þá komast þeir upp með að selja þær á umtalsvert hærra verði. Þá erum við komin að kjarna málsins!
Þessi aðferð hefur verið notuð á mörgum öðrum sviðum með góðum árangri, ef við lítum til dæmis á bílamarkaðinn: Smábíll í dag er ca. hálfu tonni þyngri, metra lengri og hálfum metra breiðari (gróft mat) en smábíll var fyrir 20 árum. Þetta er ekki af því að stærri bílar eru endilega betri, heldur komast menn upp með að selja stærri bíl og meiri á hærra verði, sem kemur sér ákaflega vel ef það er lítil teljandi aukning á fjölda seldra bíla.
En nóg um það...
Nú taka við sex vikur af fjöri og kátínu, þar sem við á 1. ári erum í tveimur áföngum sem verða kláraðir fyrir þann tíma, en það eru höfuð-og hálsanatomía og neuroanatomia.
Dýrðlegir tímar eru að banka upp á.
Stefni á það að hanga á snúrunni alla vega eitthvað fram í þessa tvo áfanga, sjáum hverju ég nenni.. Ef ég á að velja á milli þess að djamma eins og ég gerði í jólafríi og þess að djamma ekki vel ég skírlífi og helgidóm.
Frekar að vera fyrirmenni en fól.
mánudagur, janúar 05, 2004
Sorry, en ég var fullur!
Jamms, þetta blogg er á leiðinni á gjörgæslu vegna færsluleysis, og er það alfarið Bakkusi bróður að kenna.
Sirka helmingur jólafrísins fór í að skemmta honum og Díonýsosi frænda, en hinn helmingurinn fór í að jólast og reyna að gera eitthvað. Jólaparturinn heppnaðist sæmilega en ekkert var gert af viti.
Eftir náin samskipti við Bakkus síðustu vikur finnst mér kominn tími á að kveðja hann í bili, þar sem hann hefur verið full nærgöngull og dóminerandi í okkar samskiptum.
Nú er hann Tobbi kominn á snúruna í smá stund en þetta er ekki varanleg gleði, ég er væntanlegur í tölu (drykkju)manna innan tíðar.. EF lávarður Hannes Blöndal leyfir.
Hann á eftir að eiga mig með húð og hári næstu 6 vikurnar, en eins og kunnugir vita er hann drottnari alls þess sem illt er á Læknagarði, ásamt hans dygga aðstoðarmanni Sverri Harðarsyni, sem kemur til með að eiga mig seinni hluta annar.
Ég verð að öllum líkindum í 4-5 tíma á dag í gæsluvarðhaldi HaBlö, sem þylur þá
yfir mér líffærafræði höfuðs, háls og tauga, í sínum alþekkta mónó-tóni.
Til að fá nánari útlistun á mannkostum HaBlö vil ég minna á pistil Haraldson, sem gerði þeim góð skil.
Meira var það ekki að sinni, kveð í bili.
Jamms, þetta blogg er á leiðinni á gjörgæslu vegna færsluleysis, og er það alfarið Bakkusi bróður að kenna.
Sirka helmingur jólafrísins fór í að skemmta honum og Díonýsosi frænda, en hinn helmingurinn fór í að jólast og reyna að gera eitthvað. Jólaparturinn heppnaðist sæmilega en ekkert var gert af viti.
Eftir náin samskipti við Bakkus síðustu vikur finnst mér kominn tími á að kveðja hann í bili, þar sem hann hefur verið full nærgöngull og dóminerandi í okkar samskiptum.
Nú er hann Tobbi kominn á snúruna í smá stund en þetta er ekki varanleg gleði, ég er væntanlegur í tölu (drykkju)manna innan tíðar.. EF lávarður Hannes Blöndal leyfir.
Hann á eftir að eiga mig með húð og hári næstu 6 vikurnar, en eins og kunnugir vita er hann drottnari alls þess sem illt er á Læknagarði, ásamt hans dygga aðstoðarmanni Sverri Harðarsyni, sem kemur til með að eiga mig seinni hluta annar.
Ég verð að öllum líkindum í 4-5 tíma á dag í gæsluvarðhaldi HaBlö, sem þylur þá
yfir mér líffærafræði höfuðs, háls og tauga, í sínum alþekkta mónó-tóni.
Til að fá nánari útlistun á mannkostum HaBlö vil ég minna á pistil Haraldson, sem gerði þeim góð skil.
Meira var það ekki að sinni, kveð í bili.