þriðjudagur, desember 23, 2003
Hið ljúfa sveitalíf...
Mmmmm... Ég kom heim í sveitina í gær, eftir hála bílferð. Voðalega er samt gott að vera kominn hingað aftur.
Þegar ég kom inn á Sauðárkrók vottaði fyrir heimþrá sem staðfesti grun minn um að sveitin væri farin að síast inn í sálutetrið.
Fínt að hitta tíkurnar líka (Týra, 11 ára og Kola, 2 ára) og síðan fjölskylduna að sjálfsögðu.
Í dag endurnýjaði ég kynnin við minn forna fjanda, skötuna. Hún var viðbjóðsleg að venju, ég veit ekki af hverju ég læt mig hafa það að éta þetta helvíti, ár eftir ár.
Þó hefur hún oft verið verri.... Var óvenjulítið kæst í dag sem þýðir að ég slapp lítið skaddaður á líkama og sál.
Tréð var skreytt af okkur systkinunum, þó að hafi fækkað í þeim hópi um eitt milli ára. Sú breyting var til hins verra, en það var samt mjög gaman að þessu, þetta er sá hlutur sem er hvað líklegastur til að koma mér í gírinn fyrir jólin, hátíð góss og kviðar.
Það er eitthvað við grenilykt, Hvít Jól á fóninum og þessi björtu marglitu ljós sem fokkar upp heilanum og róar hann og kætir. Það er breyting til hins betra eftir brjálæði síðustu mánaða.
Já, hann Tobbi er að mýkjast aðeins meira, ef eitthvað er. En var á það bætandi?
Spurning.
Gleðileg jól og hafið það gott, étið eins og svín, aftur og aftur.
Ég vil ekki sjá ykkur eftir jól nema þið séuð alla vega 5kg þyngri ;)
Bæ.
Mmmmm... Ég kom heim í sveitina í gær, eftir hála bílferð. Voðalega er samt gott að vera kominn hingað aftur.
Þegar ég kom inn á Sauðárkrók vottaði fyrir heimþrá sem staðfesti grun minn um að sveitin væri farin að síast inn í sálutetrið.
Fínt að hitta tíkurnar líka (Týra, 11 ára og Kola, 2 ára) og síðan fjölskylduna að sjálfsögðu.
Í dag endurnýjaði ég kynnin við minn forna fjanda, skötuna. Hún var viðbjóðsleg að venju, ég veit ekki af hverju ég læt mig hafa það að éta þetta helvíti, ár eftir ár.
Þó hefur hún oft verið verri.... Var óvenjulítið kæst í dag sem þýðir að ég slapp lítið skaddaður á líkama og sál.
Tréð var skreytt af okkur systkinunum, þó að hafi fækkað í þeim hópi um eitt milli ára. Sú breyting var til hins verra, en það var samt mjög gaman að þessu, þetta er sá hlutur sem er hvað líklegastur til að koma mér í gírinn fyrir jólin, hátíð góss og kviðar.
Það er eitthvað við grenilykt, Hvít Jól á fóninum og þessi björtu marglitu ljós sem fokkar upp heilanum og róar hann og kætir. Það er breyting til hins betra eftir brjálæði síðustu mánaða.
Já, hann Tobbi er að mýkjast aðeins meira, ef eitthvað er. En var á það bætandi?
Spurning.
Gleðileg jól og hafið það gott, étið eins og svín, aftur og aftur.
Ég vil ekki sjá ykkur eftir jól nema þið séuð alla vega 5kg þyngri ;)
Bæ.
laugardagur, desember 20, 2003
Ég er búinn að vera í pásu frá bloggi í rúma viku núna. Ástæðan er sú, að ég hef einfaldlega ekki haft orku í að gera neitt annað en að liggja fyrir, drekka og vera eymingi. Það á allavega við um þann tíma sem er liðinn frá síðasta prófi.
Frammistöðu minni í prófinu, sem var úr lífrænni efnafræði, verður ekki nokkurn tímann hægt að lýsa á jákvæðan hátt. Þetta var afleitt og ég þarf sko að hugsa minn gang áður en ég fer í próf úr sama efni í sumar.
Mikið hefur verið að berjast um í mér undanfarna daga, en það er bara tilfinningavæl sem á ekkert erindi á netið, en ég kenni því að hluta til um leti við uppfærslur.
Það var eiginlega bara nokkuð gaman að læra undir prófin, ég lærði með Bjarka og Hirti, og vona ég að framhald verði á samstarfi okkar á þessum grundvelli. Fínir gaurar. Féllum að vísu í svolitla vitleysu með rugl á svefntíma og maraþonlestur, en, ég meina.. ef ég ætla einhvern tímann að hræra í líkamsklukkunni og fokka upp dagaskyni þá er próftími í háskóla afbragðsgóður í svoleiðis tilraunastarfsemi.
Er búinn að fara tvisvar út á lífið í fríinu. Fyrra skiptið hljóp einhver púki í mig og ég varð ákaflega vínþyrstur, og líklega var ekkert gaman að mér. Það var með læknanemum fyrsta árs, og vona ég að þau líti mig ekki verri augum eftir þessa reynslu af mér (það verður alltaf einhver að vera fulli gaurinn, og ég tek þetta að mér af einskærri fórnfýsi og ábyrgðarkennd).
Seinna skiptið skildi ég háskólasnobbið eftir heima og skellti mér á menntaskólaball með félögum mínum, og héldum við á Jólaball MR. Fékk hálfgerða nostalgíu yfir þessu öllu saman, enda á maður margar yndislegar minningar af menntaskólaböllum.
Þegar dofnaði yfir þessu tók maður bara flipp á myndavélina, sem er kjörið á samkomum sem þessum. Kynntist góðu fólki í hrönnum, og sé ekki eftir því að hafa lagst í menntaskóladjamm svona til tilbreytingar.
Þá er ég að ná mér í nútímann eftir að hafa rifjað upp vikuna.
Uppgötvaði í dag að jólin eru að koma. Þessi uppgötvun var ekki þægileg því hún sýndi sig í ljótri umferðarteppu við kringluna, þar sem ég var stopp í 20-25 mínútur á 200 metra kafla (ekki mjög hrifinn af því!). Samt er gaman að því að þessi blessuðu jól nálgast, því það hefur í för með sér að ég á loksins eftir að hitta mína nánustu, því ég stefni á að keyra til Norðurlands um eða eftir helgi. Sakna þess alltaf að hafa þau og öll gæludýrin í kringum mig, þótt lífið hafi ekki alltaf verið fullkomið þarna á Króknum. Þetta þýðir að öllum líkindum að ég er orðinn ekta sveitastrákur, sakna gömlu heimahaganna ! Svosem ekkert að því.
Á morgun stefnir allt í hrikalegt staupadjamm, á ónafngreindum stað með ónafngreindu fólki.
Síðan er það bærinn ef ég og ónafngreinda fólkið stöndum í lappirnar, I'll keep you informed :)
Úff.. þetta var smá pistill.. ekki hægt að láta svona langt líða milli færslna!
Þorbjörn kveður í bili.
Frammistöðu minni í prófinu, sem var úr lífrænni efnafræði, verður ekki nokkurn tímann hægt að lýsa á jákvæðan hátt. Þetta var afleitt og ég þarf sko að hugsa minn gang áður en ég fer í próf úr sama efni í sumar.
Mikið hefur verið að berjast um í mér undanfarna daga, en það er bara tilfinningavæl sem á ekkert erindi á netið, en ég kenni því að hluta til um leti við uppfærslur.
Það var eiginlega bara nokkuð gaman að læra undir prófin, ég lærði með Bjarka og Hirti, og vona ég að framhald verði á samstarfi okkar á þessum grundvelli. Fínir gaurar. Féllum að vísu í svolitla vitleysu með rugl á svefntíma og maraþonlestur, en, ég meina.. ef ég ætla einhvern tímann að hræra í líkamsklukkunni og fokka upp dagaskyni þá er próftími í háskóla afbragðsgóður í svoleiðis tilraunastarfsemi.
Er búinn að fara tvisvar út á lífið í fríinu. Fyrra skiptið hljóp einhver púki í mig og ég varð ákaflega vínþyrstur, og líklega var ekkert gaman að mér. Það var með læknanemum fyrsta árs, og vona ég að þau líti mig ekki verri augum eftir þessa reynslu af mér (það verður alltaf einhver að vera fulli gaurinn, og ég tek þetta að mér af einskærri fórnfýsi og ábyrgðarkennd).
Seinna skiptið skildi ég háskólasnobbið eftir heima og skellti mér á menntaskólaball með félögum mínum, og héldum við á Jólaball MR. Fékk hálfgerða nostalgíu yfir þessu öllu saman, enda á maður margar yndislegar minningar af menntaskólaböllum.
Þegar dofnaði yfir þessu tók maður bara flipp á myndavélina, sem er kjörið á samkomum sem þessum. Kynntist góðu fólki í hrönnum, og sé ekki eftir því að hafa lagst í menntaskóladjamm svona til tilbreytingar.
Þá er ég að ná mér í nútímann eftir að hafa rifjað upp vikuna.
Uppgötvaði í dag að jólin eru að koma. Þessi uppgötvun var ekki þægileg því hún sýndi sig í ljótri umferðarteppu við kringluna, þar sem ég var stopp í 20-25 mínútur á 200 metra kafla (ekki mjög hrifinn af því!). Samt er gaman að því að þessi blessuðu jól nálgast, því það hefur í för með sér að ég á loksins eftir að hitta mína nánustu, því ég stefni á að keyra til Norðurlands um eða eftir helgi. Sakna þess alltaf að hafa þau og öll gæludýrin í kringum mig, þótt lífið hafi ekki alltaf verið fullkomið þarna á Króknum. Þetta þýðir að öllum líkindum að ég er orðinn ekta sveitastrákur, sakna gömlu heimahaganna ! Svosem ekkert að því.
Á morgun stefnir allt í hrikalegt staupadjamm, á ónafngreindum stað með ónafngreindu fólki.
Síðan er það bærinn ef ég og ónafngreinda fólkið stöndum í lappirnar, I'll keep you informed :)
Úff.. þetta var smá pistill.. ekki hægt að láta svona langt líða milli færslna!
Þorbjörn kveður í bili.
fimmtudagur, desember 11, 2003
Staðreynd: Matt Bellamy er GUÐ.
Ég átti eina af eftirminnilegustu kvöldstundum lífs míns í gær, á tónleikum með Muse.
Byrjaði þetta á því að mæta rétt eftir fimm til að fá að hanga í röð í skítakulda með félaga Ingvari og félaga Magnúsi, en við létum okkur hafa það. Enduðum líka fremst, uppi við sviðið, sem er ekki slæmt! :)
Var þar þangað til þeir spiluðu lagið sem ég var búinn að bíða eftir, Citizen Erased, og þá gafst ég upp á þessum 18 olnbogum sem gerðu sig heimakomna í bakinu á mér og lét draga mig upp og þaðan komst ég í pláss og súrefni, sem var orðinn einhver hörgull á.
Hélt mig síðan fremur aftarlega restina af tónleikunum, og þetta var bara stórkostlegt!
Aldrei skemmt mér svona vel á tónleikum, og edrú í þokkabót!
Tók pizzu eftir tónleika og síðan heim, í efnafræðina.
Hitti reyndar haug af læknanemum á tónleikum, og vissi af fleirum sem voru þarna, þannig að það voru fleiri en ég sem trössuðu lærdóm fyrir prófið á morgun ;)
Mæli með Muse fyrir alla sem þekkja þá ekki, þið eruð að missa af miklu.
Shite, 2. færslan í röð um Muse, ég lofa að finna eitthvað gott að skrifa um næst.
Ég átti eina af eftirminnilegustu kvöldstundum lífs míns í gær, á tónleikum með Muse.
Byrjaði þetta á því að mæta rétt eftir fimm til að fá að hanga í röð í skítakulda með félaga Ingvari og félaga Magnúsi, en við létum okkur hafa það. Enduðum líka fremst, uppi við sviðið, sem er ekki slæmt! :)
Var þar þangað til þeir spiluðu lagið sem ég var búinn að bíða eftir, Citizen Erased, og þá gafst ég upp á þessum 18 olnbogum sem gerðu sig heimakomna í bakinu á mér og lét draga mig upp og þaðan komst ég í pláss og súrefni, sem var orðinn einhver hörgull á.
Hélt mig síðan fremur aftarlega restina af tónleikunum, og þetta var bara stórkostlegt!
Aldrei skemmt mér svona vel á tónleikum, og edrú í þokkabót!
Tók pizzu eftir tónleika og síðan heim, í efnafræðina.
Hitti reyndar haug af læknanemum á tónleikum, og vissi af fleirum sem voru þarna, þannig að það voru fleiri en ég sem trössuðu lærdóm fyrir prófið á morgun ;)
Mæli með Muse fyrir alla sem þekkja þá ekki, þið eruð að missa af miklu.
Shite, 2. færslan í röð um Muse, ég lofa að finna eitthvað gott að skrifa um næst.
miðvikudagur, desember 10, 2003
Það eru tónleikar í kvöld.
Ég er að fara á tónleika.
Tónleikarnir eru með Muse.
Muse er uppáhaldshljómsveitin mín.
Váh, ég held að mig hafi aldrei á ævinni hlakkað eins mikið til neins eins og að sjá tríóið, með Matt Bellamy fremstan í flokki, troða upp. Ég er ekki einu sinni viðræðuhæfur eins og er út af því að ég er bara með hugann við eitt og það er tónlist Muse. Þeir eru ótrúlegir og ég er alveg gjörsamlega fallinn fyrir mússíkinni.
Verkefni í lífrænnni efnafræði eru komin yfir síðasta snúning en verða að bíða næturinnar, ég get ekkert unnið í því ástandi sem ég er í núna.
Mæli með Butterflies & Hurricanes, Feeling Good, Citizen Erased, Museum Muscle og New Born sem sérlega skemmtilegum lögum frá Muse-liðum.
Þar sem ég get ekki talað um neitt annað en Muse núna verður hér staðar numið, ég ætla ekki að þreyta ykkur meira.
Ég er að fara á tónleika.
Tónleikarnir eru með Muse.
Muse er uppáhaldshljómsveitin mín.
Váh, ég held að mig hafi aldrei á ævinni hlakkað eins mikið til neins eins og að sjá tríóið, með Matt Bellamy fremstan í flokki, troða upp. Ég er ekki einu sinni viðræðuhæfur eins og er út af því að ég er bara með hugann við eitt og það er tónlist Muse. Þeir eru ótrúlegir og ég er alveg gjörsamlega fallinn fyrir mússíkinni.
Verkefni í lífrænnni efnafræði eru komin yfir síðasta snúning en verða að bíða næturinnar, ég get ekkert unnið í því ástandi sem ég er í núna.
Mæli með Butterflies & Hurricanes, Feeling Good, Citizen Erased, Museum Muscle og New Born sem sérlega skemmtilegum lögum frá Muse-liðum.
Þar sem ég get ekki talað um neitt annað en Muse núna verður hér staðar numið, ég ætla ekki að þreyta ykkur meira.
mánudagur, desember 08, 2003
Skrítinn dagur, dagurinn í gær.
Hófst á eirðarleysi og hinni ljúfu sunnudagsleti.
Ákvað rétt eftir hádegi að fara að lyfta, en nei, Þrekhúsið var of heilagt og vammlaust til að vera opið lengur en til tvö á sunnudögum. Þetta fannst Þorbirni ekki sniðugt og í raun algjör fjarstæða. Sunnudagur er tilvalinn í lyftingar og hvers konar sprikl, en hann er líka kjörinn til að sofa út og liggja í leti. Út af þessum hákristilega opnunartíma líkamsræktarstöðvar Vesturbæjarins virðist vera lífsins ómögulegt að samræma þetta tvennt svo vel sé. Eins og Hjörtur orðaði svo skemmtilega; Þessir KR-ingar eru klikk. Í staðinn fyrir að lyfta lærði ég. Ég, Bjarke og umræddur Hjörtur, nánar tiltekið, í afskekktu og yfirgefnu hugbúnaðarfyrirtæki á ótilgreindum stað í Reykjavík. Tókumst á við hinar torleystu skýrslur lífrænnar og ólífrænnar efnafræði, og höfðum betur.
Núna þegar þetta er afstaðið verð ég að taka til baka síðasta póst, þar sem ég níddi þá efnafræði sem er lífræns eðlis. Hún er í alvöru ágæt þegar maður kann hana.
Hófst á eirðarleysi og hinni ljúfu sunnudagsleti.
Ákvað rétt eftir hádegi að fara að lyfta, en nei, Þrekhúsið var of heilagt og vammlaust til að vera opið lengur en til tvö á sunnudögum. Þetta fannst Þorbirni ekki sniðugt og í raun algjör fjarstæða. Sunnudagur er tilvalinn í lyftingar og hvers konar sprikl, en hann er líka kjörinn til að sofa út og liggja í leti. Út af þessum hákristilega opnunartíma líkamsræktarstöðvar Vesturbæjarins virðist vera lífsins ómögulegt að samræma þetta tvennt svo vel sé. Eins og Hjörtur orðaði svo skemmtilega; Þessir KR-ingar eru klikk. Í staðinn fyrir að lyfta lærði ég. Ég, Bjarke og umræddur Hjörtur, nánar tiltekið, í afskekktu og yfirgefnu hugbúnaðarfyrirtæki á ótilgreindum stað í Reykjavík. Tókumst á við hinar torleystu skýrslur lífrænnar og ólífrænnar efnafræði, og höfðum betur.
Núna þegar þetta er afstaðið verð ég að taka til baka síðasta póst, þar sem ég níddi þá efnafræði sem er lífræns eðlis. Hún er í alvöru ágæt þegar maður kann hana.
laugardagur, desember 06, 2003
Nýr dagur með nýjum tækifærum. Hmm... Að sjálfsögðu er fjall af skilaverkefnum sem bíða mín, og reyndar eru allar líkur á því að ég takist á við þau ásamt fríðu föruneyti. Kannski ég geri bara eitthvað af viti í dag, hver veit?
Ég fór í keilu í gær, fullur. Geri það aldrei aftur, þetta var hrein og bein niðurlæging.
Endaði á Devito's, innan um skara af fullum börnum. Missti matarlystina á því að sjá þau veltast um þarna í eigin slefi og vessum, að reyna að hafa stjórn á hreyfingum sínum. Er ég loksins að verða gamall eða er umheimurinn bara að verða yngri?
Ég er ekki hrifinn af þessu.
Ég fór í keilu í gær, fullur. Geri það aldrei aftur, þetta var hrein og bein niðurlæging.
Endaði á Devito's, innan um skara af fullum börnum. Missti matarlystina á því að sjá þau veltast um þarna í eigin slefi og vessum, að reyna að hafa stjórn á hreyfingum sínum. Er ég loksins að verða gamall eða er umheimurinn bara að verða yngri?
Ég er ekki hrifinn af þessu.