föstudagur, september 30, 2005
Uppfærsla :
Ég eyddi síðasta innleggi mínu á bloggið, það var ömurlegt. Ég skrifaði eitthvað kjaftæði bara til að blogga, og var með móral yfir því, þannig að það fékk að fjúka.
Til hvers í andskotanum ætti maður að skrifa eitthvað inn á netið sem skiptir engu máli og manni líður ekkert betur með að láta frá sér, og enginn hefur áhuga á að lesa? Til að fylla upp í tómið?
Ég er á þeirri skoðun að ef enginn er að segja neitt þarftu ekki að æla einhverju út úr þér bara til að fylla upp í tómið, því þá ertu orðin(n) leiðinleg(ur). Nema þú hafir eitthvað skemmtilegt, áhugavert eða sniðugt að segja, þá er þetta allt gott mál.
Fuck this, ég er farinn að reyna að bjarga mér frá falli.
Ég eyddi síðasta innleggi mínu á bloggið, það var ömurlegt. Ég skrifaði eitthvað kjaftæði bara til að blogga, og var með móral yfir því, þannig að það fékk að fjúka.
Til hvers í andskotanum ætti maður að skrifa eitthvað inn á netið sem skiptir engu máli og manni líður ekkert betur með að láta frá sér, og enginn hefur áhuga á að lesa? Til að fylla upp í tómið?
Ég er á þeirri skoðun að ef enginn er að segja neitt þarftu ekki að æla einhverju út úr þér bara til að fylla upp í tómið, því þá ertu orðin(n) leiðinleg(ur). Nema þú hafir eitthvað skemmtilegt, áhugavert eða sniðugt að segja, þá er þetta allt gott mál.
Fuck this, ég er farinn að reyna að bjarga mér frá falli.
þriðjudagur, september 27, 2005
Klukkaður - klikkaður?
1: Ég er mikill geðsveiflumaður, og fólk hækkar eða lækkar í áliti hjá mér við minnsta tilefni.
2: Ég er svo tapsár að það er sennilega flokkað sem persónuleikaröskun, og sama hvað hver segir þá er þetta ekki hlutur sem venst af mér. Þetta ástand er komið út í það að ég hef í raun eiginlega aldrei gaman af því að vinna; ég keppi til að tapa ekki.
3: Mér tekst að breyta flestu því sem ég tek mér fyrir hendur í keppni, þá aðallega keppni við sjálfan mig. Ef við tökum mið af síðasta atriði er það augljóslega ekki góður hlutur.
4: Ég er rosalega hræddur við að verða gamall og hætta að hafa gaman að lífinu, og hef í gegnum árin unnið aktívt í að sporna við þeirri þróun með ýmsum ráðum.
5: Ég er fíkill að eðlisfari; þá er ég ekki að meina að ég sé háður vímuefnum, heldur tek ég flest allt sem ég geri út í öfgar, hvort sem það eru tölvuleikir eða bíladella.
Eruð þið ánægð núna, ha!
1: Ég er mikill geðsveiflumaður, og fólk hækkar eða lækkar í áliti hjá mér við minnsta tilefni.
2: Ég er svo tapsár að það er sennilega flokkað sem persónuleikaröskun, og sama hvað hver segir þá er þetta ekki hlutur sem venst af mér. Þetta ástand er komið út í það að ég hef í raun eiginlega aldrei gaman af því að vinna; ég keppi til að tapa ekki.
3: Mér tekst að breyta flestu því sem ég tek mér fyrir hendur í keppni, þá aðallega keppni við sjálfan mig. Ef við tökum mið af síðasta atriði er það augljóslega ekki góður hlutur.
4: Ég er rosalega hræddur við að verða gamall og hætta að hafa gaman að lífinu, og hef í gegnum árin unnið aktívt í að sporna við þeirri þróun með ýmsum ráðum.
5: Ég er fíkill að eðlisfari; þá er ég ekki að meina að ég sé háður vímuefnum, heldur tek ég flest allt sem ég geri út í öfgar, hvort sem það eru tölvuleikir eða bíladella.
Eruð þið ánægð núna, ha!
föstudagur, september 23, 2005
Brjálaður!
Nú er feiti drengur í prófum.
Eftir langa setu í nótt við að innlima þekkingu vakna ég, hálfsofinn, og snæði í rólegheitum. Um leið og ég opna bókina fer að drynja í öllum veggjum.
Einhver nágranni minn hefur komist í tæri við loftpressu eða höggbor eða einhvern djöfulinn og er greinilega að breyta íbúðinni sinni í gatasigti. Þetta er búið að standa yfir í tæpa tvo tíma.
Það versta er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir, og síðast þegar honum/henni/því datt í hug að munda tólið stóðu ósköpin yfir í 4-5 klukkutíma, akkúrat þegar ég ætlaði að leggja mig yfir daginn.
Má þetta, og verð ég dæmdur ef ég tek einhvern af lífi í kvöld?
Nú er feiti drengur í prófum.
Eftir langa setu í nótt við að innlima þekkingu vakna ég, hálfsofinn, og snæði í rólegheitum. Um leið og ég opna bókina fer að drynja í öllum veggjum.
Einhver nágranni minn hefur komist í tæri við loftpressu eða höggbor eða einhvern djöfulinn og er greinilega að breyta íbúðinni sinni í gatasigti. Þetta er búið að standa yfir í tæpa tvo tíma.
Það versta er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir, og síðast þegar honum/henni/því datt í hug að munda tólið stóðu ósköpin yfir í 4-5 klukkutíma, akkúrat þegar ég ætlaði að leggja mig yfir daginn.
Má þetta, og verð ég dæmdur ef ég tek einhvern af lífi í kvöld?
sunnudagur, september 04, 2005
Öppdeit.
Hmm... langt frá síðustu færslu.
Síðan ég skrifaði síðast hef ég verið í prófum sem voru negld (frumulífeðlisfræði, frumulíffræði og líffærafræði útlima og bols) og gekk mér þokkalega í þeim.
Ég vann sem sölumaður í sumar, seldi tryggingar og tölvur til jafns.
Ég flutti úr einbýlishúsi í blokkarholu, og er nokkuð sáttur við holuna mína.
Ég er kominn á annað ár í læknisfræði, og stefni á það að vera á því þriðja að ári liðnu.
Annars er ég hálfgerður pappakassi þessa dagana, hugsa ekki um annað en bækur og heilsuna, og gengur þokkalega með bæði.
Kem með update þegar við á.
Bæ á meðan...
Hmm... langt frá síðustu færslu.
Síðan ég skrifaði síðast hef ég verið í prófum sem voru negld (frumulífeðlisfræði, frumulíffræði og líffærafræði útlima og bols) og gekk mér þokkalega í þeim.
Ég vann sem sölumaður í sumar, seldi tryggingar og tölvur til jafns.
Ég flutti úr einbýlishúsi í blokkarholu, og er nokkuð sáttur við holuna mína.
Ég er kominn á annað ár í læknisfræði, og stefni á það að vera á því þriðja að ári liðnu.
Annars er ég hálfgerður pappakassi þessa dagana, hugsa ekki um annað en bækur og heilsuna, og gengur þokkalega með bæði.
Kem með update þegar við á.
Bæ á meðan...