<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 23, 2004

Voðalega þarf maður eitthvað að tjá sig núna..

Þar sem ég er forfallinn tónlistarfíkill var ég að spá í að deila með mér tillögum að viðfangsefnum á playlista.. jafnvel gera það oftar, það er alltaf vel ef það gengur eftir að víkka út sjóndeildarhring minn eða annarra.

Hljómsveitirnar sem ég ætla að mæla með í bili eru Pearl Jam- með slagara eins og Even Flow, Black og Better Man, og síðan gamla góða 3 Libras með guttunum í A Perfect Circle.
Eðalrokk í mýkri kantinum.



Stöðug skerðing á frítíma Tobba.. netið kallar!

Já, einmitt þegar ég hélt að allir væru löngu farnir að blogga sem á annað borð ætla að blogga kemst ég að því að bloggin spretta upp eins og gorkúlur hjá gömlu félögum mínum frá Sauðárkróki.

Nú þekki ég marga sem láta sífellda aukningu bloggara fara í taugarnar á sér, en á hinn bóginn fagna ég þessu ákaflega þar sem við strákarnir á króknum eru orðinn heldur dreifður hópur og erum farnir að teygja anga okkar víðs vegar um Evrópu, og er það verr og miður.

Auknum fjarlægðum fylgja nefnilega minni samskipti og mannamót, og þar sem þetta eru upp til hópa skemmtilegir guttar verður söknuður að miklum vinum.

Því er ég alsæll með þá staðreynd að fleiri okkar séu farnir að halda vefdagbók, þar sem ég fæ þó allavega smá nasaþef af því sem er að gerast í hugarfylgsnum ykkar!

Takk fyrir mig krakkar.



föstudagur, mars 12, 2004

Hjörturinn skilaði loksins af sér greininni sinni um trúfrelsi á Íslandi, og í kjölfarið skráði hann sig úr þjóðkirkjunni. Stoltur af kallinum að nenna að standa við sannfæringu sína.

Annars er lítið að frétta nema hvað: ég hef svo gaman að fyrsta árinu í læknisfræði að ég er að spá í að endurtaka það!

Þá kannski gengur betur; en það er leiðinlegt að missa af því að vera í þessum bekk, það er mikið af frábæru fólki í honum og mikill söknuður að þurfa að beila á þessu ári.

En svona er þetta, sumt gengur, annað ekki.

Kannski var ég bara ekki tilbúinn í svona stíft nám, kannski var ég ekki nógu þroskaður til að díla við háskólann strax, ég veit það ekki.. Ég veit bara að ég var að sóa tíma alveg á hægri og vinstri fyrir áramót, þegar ég hefði getað verið að rífa mig upp úr gráma hversdagsins og læra að beita mig aga sat ég í playstation og MSN.

Ég er samt merkilega lítið bitur yfir því hvernig þetta virðist vera að fara, er alveg búinn að sætta mig við að hafa tapað fyrir því álagi sem fylgir því að byrja í háskóla.

En takið eftir: Ég tapaði kannski orrustunni, en stríðið er rétt að byrja!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?