<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 28, 2004

Ætla að fremja stílbrot og minnast á þrjár skemmtilegar heimasíður, þar sem ég hef ekki stundað mikið af slíkum tilvísunum og plöggi:

penny arcade

Wulffmorgenthaler

Maddox kallinn

merkilegar síður, og hjálpa til við að lyfta manni upp í hversdagsgrámóðunni.


Hvur fjandinn er þetta.. Búið að breyta uppsetningunni á kerfinu og ég kann ekki neitt! sjáum hvort að þetta virki eins og gamla lookið!

Ég er á móti gagnslausum breytingum. If it ain't broken, don't fix it!


þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Já, það er komið þó nokkuð síðan síðasta færsla komst á legg.. ég hef reyndar fjandi góða afsökun fyrir því!

Síðustu vikur hef ég lært eins og hundur Pavlovs, 13-16 tíma á sólarhring alla daga vikunnar. Tilefnið var tvöfalt, samsett próf úr neuroanatomiu og anatomiu höfuðs og háls.

Það hefði verið vel þess virði ef frammistaðan í prófinu hefði ekki verið arfaslök. Hvað klikkaði eiginlega? Ég hef ekki hugmynd, en ef ég ætla að láta rætast úr mér verð ég greinilega að komast að því. Þetta var frekar sárt en ég get ekki verið annað en stoltur, ég lagði mig 100% fram og hef aldrei mætt svona lítið stressaður í próf.

Eftir prófið kom ég mér í ölvunarástand og skellti mér á árshátíð læknanema þar sem ég var fullur en nokkuð hress. Skapaði mjög góðan fíling hjá mér seinni hluta kvölds að út spurðist að ég hefði hoppað inn í þrítugsaldurinn eftir miðnætti og var ég borinn á gullstóli og færðir drykkir fram eftir kvöldi. Yndislegt, og sýndi að það getur líka verið maklegt og réttvíst fólk í læknadeild.

Á laugardeginum fór ég í ríkið, sem ég hef aldrei gert eða reynt áður, enda hefur það verið prinsippmál hjá mér að vera aldrei, ALDREI, vísað úr röðinni með körfurnar fullar af áfengi. Nógu neyðarlegt er það samt að vera vísað frá skemmtistöðum, þó það hafi reyndar ekki komið fyrir síðastliðna mánuði.

Ríkisferðin var ekki án tilefnis, þar sem ég fór þangað til þess að kaupa veitingar fyrir boðið sem ég hélt fyrir mína nánustu þá um kvöldið. Það boð heppnaðist stórvel, fyrri partinn allavega, ég verð að fá einhverja aðra til þess að dæma um seinni part kvöldsins, ég var of upptekinn við að reyna að standa mig sem gestgjafi til að dæma um stemmarann.

Vil nota tækifærið og lýsa eftir minni mínu lokapart kvöldsins, það hvarf og hefur ekki látið sjá sig síðan, vil ég biðja þá sem geta veitt upplýsingar að snúa sér til yfirvalda.

Eftir stendur súrsæt helgi, þar sem fyrri partur föstudags var súr og rest var sætt.

Takk fyrir mig.


mánudagur, febrúar 02, 2004

Rakst á skemmtilega umræðu á netinu núna áðan með hressilegum skoðanaskiptum, á ónefndri síðu. Liðsskipan voru feministar gegn bloggara, og var hart deilt og engum vægt.

Eftir rosalega ómálefnalega yfirhalningu og skítkast á eiganda síðunnar þótti mér merkilegt að femínistar þykjast styðja lýðræði og málfrelsi.

Aldrei hef ég séð jafnmargar alvarlegar tilraunir til ritskoðunar frá nokkrum þrýstihópi og frá femínistum, og virðast þeir detta ofan í það far aftur og aftur. Þetta fremja þeir undir formerkjum jafnréttis og mannréttinda.

Nú er mér spurn: hvernig getur það þjónað málstað jafnréttis og mannréttinda að hefta málfrelsi einstaklinga eða takmarka framboð upplýsinga? Hljómar hálf kommúnískt kerfi fyrir mér, og það að umræddir femínistar skuli beita brögðum gerir allt annað en að hjálpa málstað þeirra.

Sorglegast þykir mér nú samt að þeir þykjast ennþá vera að hjálpa til við að ná jafnrétti, þegar þeir miða leynt og ljóst að því að hefta skoðanir sem eru ekki PC (politically correct),
án þess að slaka nokkuð á í áróðri sínum gagnvart þeim sem þeim þykja ekki þóknanlegir.

Ef húmor sem gerir góðlátlegt grín að fólki deyr út vegna þess að hann þykir ósiðlegur eða hættulegur fer eina vopn almúgans í aðhaldi gagnvart stjórnvöldum til andskotans.

Til þeirra femínista sem kunna að lesa þetta vil ég benda á að þetta er ekki leiðin, og með þessu offorsi eruð þið búin að eyðileggja hugtakið femínisti um ókomna framtíð. Þó er ekki of seint að fara að gera eitthvað af viti, og vil ég benda á það að þó maður sé ekki femínisti (með þeirri neikvæðu merkingu sem þið hafið lagt svo mikið á ykkur að leggja í það orð) er vissulega hægt að vera jafnréttissinni, og vil ég meina að ég sé slíkur.


sunnudagur, febrúar 01, 2004

Lítið að frétta.

Uppgötvaði þó um helgina að U2 eru ekki svo slæmir.. ég hef lengi verið með fordóma gagnvart gömlu kempunum, en var plataður í það að gefa þeim séns núna um helgina, og viti menn, þeir eiga bara þó nokkra ágætis slagara, greyin!

Hér er samt topp tíu listi yfir það sem ég er búinn að gera um helgina, fyrir utan videogláp, lærdóm og svefn:

1:...

2:...

3:...

4:...

5: Sjitt, ég er hættur að reyna að finna eitthvað, þetta er bara niðurlægjandi.


Ætti ég að vera stoltur eða sneyptur yfir skorti á félagslífi eða almennum skemmtunum?
Tek Pollýönnutaktíkina á þetta og uni glaður með mitt..

Jæja, farinn að horfa á konumyndir og borða súkkulaði.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?